Leggjum niður ríkissjónvarpið

frans_pafi_2.jpgÍ dag er ekkert sem réttlætir að ríkið reki sjónvarpsstarfssemi.  Einkastöðvar hafa nú þegar tekið yfir menningar og stjórnmálaumræðuna og þau rök að dreifikerfi RÚV sé það eina sem sinni öllum íbúum landsins gilda ekki lengur.  Með sjónvarpi Símans og Sjónvarpsþjónustu Vodafone, geta allir landsmenn tengst stafrænni dreifingu sjónvarpsefnis og gamaldags VHF sendar RÚV heyra sögunni til.  Enda er það sjónvarpshluti stofnunarinnar sem liggur helst undir ámæli fyrir að sinna ekki hlutverki sínu.

En þetta skilja ekki yfirmenn stofnunarinnar.  Þeir skera niður á Rás 1 , vegna þess að þeir reka fyrirtækið eins og auglýsingasölufyrirtæki.  Rás 1 er ekki  auglýsingavæn útvarpsstöð.  Þess vegna má hún mæta afgangi.  Og þessi niðurskurður hefur verið lengi í bígerð þvert á það sem kjáninn Magnús Einarsson segir.  Nægir að vísa til uppsagnar Margrétar Marteinsdóttur síðsumars og því þegar hætt var við að ráða dagskrárstjóra í hennar stað.

Það dugir ekki lengur að áfellast þá sem gagnrýna stjórn Páls Magnússonar.  Páll ber ábyrgð á því uppnámi sem ríkir vegna þess hvernig komið er fyrir RÚV og því að engin framtíðarsýn er fyrir áframhaldandi rekstri þessa fyrrum óskabarns þjóðarinnar.

Eftir því sem línur skýrast varðandi stöðu þjóðarbúsins þá er það morgunljóst að framtíð Rásar 1 er bezt tryggð með því að stofna nýtt fyrirtæki um rekstur Rásar1, Þjóðleikhússins og Symfóníunnar.  Leifarnar af RÚV má gjarnan einkavæða. Fréttastofuna þar með.  Rás 1 er betur komin án manna sem misnota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi.  Ef menn vilja að Rás 1 sinni fréttamennsku þá fer bezt á því að byggja upp trausta fréttastofu frá grunni.


mbl.is Forkastanleg aðför að þjóðarmiðli Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heyr,Heyr- Himnasmiður.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.12.2013 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband