Páll Magnússon látinn reka sjálfan sig!

Greinilega sama aðferð viðhöfð að losna við Pál og notuð var til að losna við Björn Zoega.  Þ.e. þeim var gert að segja upp sjálfviljugum.  Þetta verður að teljast jákvætt fyrir okkur sem höfum gagnrýnt sleitulaust á annað ár þá ógnarstjórn sem ríkt hefur á RÚV undir óstjórn Pál.

Nú bíður nýs útvarpsstjóra að afturkalla hreinsanir á Rás 1 og hefja niðurskurð á Rás 2 og sjónvarpsútsendingum.  Gott hefði verið ef Páll hefði nú rekið Skarphéðinn dagskrárstjóra en það bíður þá bara líka nýs útvarpsstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Niðurskurðurinn er runninn undan rifjum Illuga ekki Páls og verður því ekki afturkallaður, frekar verður gefið í og einhver flokksgæðingurinn settur í starfann. Er Hannes Hólmsteinn ekki líklegur, hann stjórnaði jú einu sinni ólöglegri útvarpsstöð fyrir flokkinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2013 kl. 13:05

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Axel þú getur varla sagt svona.  Rás 1 ber 7% af rekstrarkostnaði stofnunarinnar en var látin bera 30% niðurskurðarins.  Heldurðu að Illugi hafi mælt fyrir um það eða einhver í stjórnarflokkunum?   En nú verður staðan auglýst og örugglega margir sem telja sig eiga tilkall til hennar. Ég veðja á Ögmund Jónasson.  Hann er hæfilega íhaldssamur af vinstri manni að vera.  Þar getur hann setið á friðarstóli og lapið sitt rauðvín í friði

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.12.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband