Að kunna að búa til sjónvarp

Þegar ég gagnrýni yfirstjórn RÚV fyrir bruðl og yfirmönnun sjónvarpshlutans þá er ég að miða við hvernig einkastöðvarnar N4 og ÍNN gera hlutina.  Tökum sem dæmi "Landann" hjá RÚV og þátt Hildu Jönu Gísladóttur, "Á flakki frá Siglufirði til Bakkafjarðar"  Að Landanum koma 14 manns meðan 3 geta gert jafn góðan eða betri þátt á Akureyri!  Er þetta ekki eitthvað sem yfirstjórn RÚV þarf að endurskoða?  Og til hvers að hafa ritstjóra í Landanum?  Er ekki ritstjóri á hærri launum?  Og til hvers er fréttastjóri RÚV titlaður sem framkvæmdastjóri Landans?  Fær hann aukalega borgað fyrir þann titil?

5 milljarða rekstrarkostnaður RÚV er útúr öllu korti.  En ef bruðlið og sporslurnar eru almennt á pari við það sem gerist í framleiðslu Landans þá er ekki von að  endar nái saman.  Og til hvers sótti Páll Magnússon það svona fast að gera stofnunina að opinberu hlutafélagi?  Var það til að ekki væri hægt að hafa eftirlit með rekstrinum?  Ekki hægt að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt?

Ég vil að það verði gerð heildarendurskoðun á bókhaldi RÚV og farið nákvæmlega yfir allar ákvarðanir sem hafa haft fjárútlát í för með sér fyrir stofnunina umfram það sem eðlilegt má kallast.  Kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjir hafi makað krókinn þarna innanhúss með vitund yfirstjórnar.  Þetta þarf allt að rannsaka af óháðum endurskoðendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Minni á hvernig tekið var á rekstri og yfirmönnun Orkuveitunnar.  Þar var með einföldum hætti hægt að segja upp yfir 100 manns sem voru í raun ekkert að gera sem skipti máli fyrir daglegan rekstur Orkuveitunnar.  Þarna voru fjölskyldumeðlimir að fá borgað fyrir að sjá um lóð, fylgjast með blómavösum og alls konar ýfirvarp notað til að mjólka spenann.  Nú er rétt mjaltahylki á spenanum og reksturinn virðist í jafnvægi.  Þetta þarf að gera gagnvart RÚV. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.12.2013 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband