19.12.2013 | 12:59
Stríðið gegn Sigmundi Davíð eða lygin un lygina
Áróðursdeild VG, sem samanstendur af fréttastofu RÚV og bloggaranum Ingimar Karli Helgasyni, lætur ekkert tækifæri ónotað til að klekkja á forsætisráðherra. Skiptir þá litlu hvort tilefnið er réttmætt eða upplogið. Nýjasta árásin af síðari gerðinni mátti lesa á bloggi Ingimars í morgun og síðan endurtekið í fréttum RÚV í hádeginu.
Og nú er því haldið fram að Sigmundur hafi logið í þriðja sinn! Og vitnað í bæði Halldór Laxness og Halldór Grönvald þeirri fullyrðingu til stuðnings. Minna má það ekki vera. Og hvert skyldi tilefnið vera núna? Jú Sigmundi varð það á að segja í þingræðu að atvinnuleysistryggingasjóður væri tómur. Reyndar sagði Sigmundur ekki bara að hann væri tómur heldur að hann væri kominn í mínus, sem hlýtur að vera margfalt alvarlegri lygi. En látum það liggja milli hluta.
Svona segir náttúrulega enginn nema lýðskrumari og lygari, að mati Fréttastofu RÚV og Ingimars Karls. En auðvitað dæmir þessi persónuárás á Sigmund Davíð, sig sjálfa og varpar skugga á skrifstofustjóra ASÍ fyrir rökleysubullið sem hann lét út úr sér. Hvað hefur það með lausafjárstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs að gera, hvernig eignastaðan á pappírnum er? Ef ekkert er til í sjóði þá er sjóðurinn tómur. Og ef búið er að greiða út úr sjóðnum meira en inneign er fyrir þá er verið að nýta yfirdrátt sem er ábyrgður af ríkissjóði samkvæmt lögum. Hver er þá lygin? Og hver glæpurinn? Það er ekkert nýtt að þessi sjóður tæmist en hann er alltaf fjármagnaður því þannig segir bara í lögum.
Oft hefi ég lesið færslur Ingimars Karls og oft hefi ég verið því sammála sem hann segir. Mér hefur fundizt hann hafa borið af öðrum pennum VG sakir málefnalegrar gagnrýni hans. En nú er trúanleikinn fokinn út í buskann. Fréttastofa RÚV hafði svo sem ekki úr háum söðli að detta. Maður er ýmsu vanur úr því eldhúsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Athugasemdir
Og sjálfur Jónas Kristjánsson trúir spunanum! Það hefur greinilega eitthvað farið framhjá mér. Sigmundur hlýtur að hafa gert eitthvað á hluta þessara manna. Eitthvað sem við sauðheimskur almúginn vitum ekki hvað er. Vonandi að einhver upplýsi það hér.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.12.2013 kl. 13:10
Hefur Sigmundur leiðrétt eða beðist afsökunar á því sem honum "varð á" að segja í þingræðu?
Hulda (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.