27.12.2013 | 20:08
Mundu menn ekki eftir smáfuglunum?
Nú er hart í heimi smáfuglanna og aldrei meira aðkallandi að hygla þeim. Skiptir engu í hvernig húsnæði menn búa. Þeir sem ekki hafa aðgang að eigin görðum geta alltaf fundið opin svæði þar sem hægt er að fóðra fugla. Og það þarf ekki að kosta neitt umstang. Það þarf ekki að kaupa sérfóður í búðum fyrir þresti og starra allavega. Þeim finnst venjulegur matur hið mesta lostæti þótt aðalatriðið sé að hafa nægt feitmeti með. Í gegnum árin hef ég gert alls konar tilraunir og það sem vinsælast er af mínu borði er:
- brauð með sultu (Rabababara og sveskju)
- tólg smátt skorin
- tröllahafrar vættir í afgangsmatarolíu
- öll soð og steikarfita blönduð saman við brauðmeti
- jafnvel gamalt swiss miss súkkulaðiduft hrært út í matarolíu
Og síðast en ekki síst láta hreint vatn út í grunnu íláti og brjóta af því klakann eftir þörfum.
Ekki gefast upp þótt enginn fugl láti sjá sig fyrsta daginn. Þeir eru þarna og fylgjast með hvort umhverfið sé öruggt áður en þeir setjast að snæðingi. Í upptalningunni hér að ofan sést að það er um að gera að nýta allt soðflot og gamla matarolíu og feiti þegar skipt er um í djúpsteikingarpottinum. Þetta er eldsneiti fuglanna í frostinu.
Gleðilega hátíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
e.s gleymdi að minnast á að sojahakk blandað við feiti finnst þeim líka herrafuglsmatur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.12.2013 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.