29.12.2013 | 17:38
Íslendingur ársins 2013
Nú hafa samtök boltafréttamanna valið atvinnumanninn Gylfa Þór, sem Íþróttamann ársins 2013, fyrir að vera góður í vinnunni sinni. Til hamingju með það Gylfi! En það eru bara svo margir duglegir í vinnunni sinni að það rímar ekki að taka svona einn útfyrir. Ef veita á einstaklingi viðurkenningu þá verður að gera það á öðrum forsendum. Það er álíka heimskulegt að veita atvinnumanni í íþróttum heiðursviðurkenningu og það er að hengja orðu á embættismann, bónda eða verkamann fyrir að vinna vinnuna sína.
Viðurkenningar eru góðar en þær verður að veita í hófi. Eingöngu áhugamenn og einstaklingar sem skara fram úr og eru öðrum gott fordæmi ættu að verða þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefnd menn eða konur ársins á hinum ýmsu sviðum. Ekki atvinnuíþróttamenn , ekki atvinnupólitíkusar og alls ekki athyglissjúkir fjölmiðlamenn.
Sá einstaklingur sem mér finnst hafa skarað fram úr á síðustu árum er
Vilborg Arna Gissurardóttir.
Hún er að mínu mati, Íslendingur ársins 2013.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þeirri konu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.