28.1.2014 | 14:54
Dýr sjónvarpsviðtöl
Viðtölin, sem gæðingar fyrrverandi útvarpsstjóra, sitja einir að á RÚV eru með því mest misheppnaða sjónvarpsefni sem sést hefur á RÚV að frátöldum "skemmtiþætti" biskupssonarins um árið. Með einni undantekningu og það var viðtalið við Guðrúnu Johnsen í gærkvöldi. Þar sem ég hefi löngu gefist upp á þessu arfaslaka sjónvarpi sem okkur áskrifendum RÚV er boðið upp á, þá hefði ég líka misst af þessu stórgóða viðtali ef ekki hefði verið fyrir bloggfærslu Björns Vals um efni viðtalsins.
En það var einn stór galli á þessu viðtali og það var skorturinn á myndrænni framsetningu á þeim upplýsingum sem Guðrún byggði bók sína á. Þegar slíka myndræna framsetningu vantar þá er ekki verjandi að eyða dýrmætum útsendingartíma sjónvarps í efni sem miklu frekar ætti heima í hljóðvarpi eða bara á netinu.
Ég bind vonir við að nýr útvarpsstjóri taki til innanhúss á þessari geldu stofnun og bjóði upp á alvöru sjónvarp. Hann er brautryðjandi í að búa til gott leikhús og hann hefur örugglega betra auga fyrir því hvað er gott sjónvarp heldur en steintröllin sem nú ráða dagskrárgerð upp í Efstaleiti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.