21.2.2014 | 23:36
Tilbúið vandamál og ónýtar lausnir
Þegar pólitíkin komst í þrot eins og gerðist í hruninu þá voru viðbrögðin samhæfð eins og hjá björgunarsveitunum. En eins og allir vita þá byggist tilverugrundvöllur björgunarsveitanna á því að fólk er fífl. Enginn axlaði ábyrgð á rangri stefnumörkun allir kepptust um að benda á aðra. Eftir sat almenningur með ósvaraða spurningu, "Hvernig gat þetta gerst"?
Svipuð staða er nú komin upp í menntamálum þjóðarinnar og í efnahagsmálunum 2005-2008. Kerfið riðar til falls og enginn þorir að gera neitt. Eitt er samt víst að viðbrögðin verða samhæfð og samæfð.
Það virðist nokkuð augljóst að menntakerfið er ekki lengur skilvirkt. Ástæðan virðist liggja í agaleysi nemenda og kennara. Þegar agavaldið var tekið af kennurunum þá var vegið að grundvelli skólastarfsins. Nú skipta hæfileikar einstaklingsins og sérkenni engu máli. Nú er það hópurinn og hópsálin sem allt snýst um. Og til að virkja þessa stefnu þarf háskólamenntaða leikskólakennara með 5 ára háskólanám á bakinu og 20 milljóna króna námsskuldir. Og álagið á börnin er svo mikið að þau eru orðin leið á skólanum strax í 2.bekk!
Hér þarf að spyrna við fótum og snúa ofan af þessu ónýta kerfi. Gera leikskólana aftur að félagsheimilum fyrir börnin og skólann að menntastofnun en ekki uppeldisstofnun. Með því að fækka kennurum má bæta kjör hinna. Leikskólakennarar eru óþarfir og því má verulega bæta kjör almennra kennara á grunn og framhaldsskólastiginu.
Á háskólastiginu þarf líka að gera róttækar breytingar. Hér er of mikið framboð af óþörfum námsgreinum í of mörgum stofnunum. Enda kröfur til nemenda alltof vægar. Til að kenna lélegum nemendum þarf ekki beztu kennarana. Þess vegna höfum við svo mikið af 3. flokks háskólafólki sem skaðar menntunarstig þjóðarinnar í stað þess að auka það miðað við allan þann fjölda sem útskrifast í dag með háskólagráður en litla menntun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.