22.2.2014 | 01:04
Illvígur flokkur
Samvizka okkar allra skilur ekkert í svikum Bjarna Benediktssonar. En þau þurfa ekkert að koma á óvart miðað við hver ábyrgð hvílir á þessum óskasyni Sjálfstæðiselítunnar. Forverar Bjarna í stól formanns Sjálfstæðisflokksins voru allir óumdeildir leiðtogar samheldins klíkuflokks þar sem stefnan var skýr. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er ekki sami flokkurinn og hagsmunirnir aðrir. Áður fyrr voru heildsalar burðarvirki flokksins, nú eru það kvótagreifar sem öllu ráða. Og þótt Bjarni sé að nafninu til formaður flokksins þá er Davíð Oddson fulltrúi kvótagreifanna og það sem Davíð hugnast ekki það verður Bjarni að sætta flokkinn á. Þess vegna er Bjarni í þeirri stöðu ólíkt öðrum formönnum flokksins, að hann ræður í raun engu. Og hann verður aðeins formaður eins lengi og kvótagreifarnir leyfa.
Þannig er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.