22.2.2014 | 01:37
Er vandamálið of fáir prestar?
Góssi kirkjunnar var skilað með samningum við ríkið árið 1997. Með þeim samningum var ekki verið að viðurkenna eignarrétt kirkjunnar per se, heldur að ljúka máli á viðunandi hátt. Með þeim samningum tók ríkið að sér að tryggja laun presta og sjálfstæði kirkjunnar sem stofnunar. Kirkjan varð þannig eins og landbúnaðurinn rekin á eigin forsendum en á ábyrgð ríkisins. En tímarnir breytast og prestarnir með. Vegna viðvarandi siðferðisbrests meðal kirkjunnar þjóna hefur eftirspurn eftir þjónustu þeirra minnkað. Enda skilgreinum við himnaríki og helvíti á annan hátt nú en fyrir 20 árum.
Meira að segja prestarnir hafa tekið upp Mammonsdýrkun í stað gamaldags trúarjátningar samkvæmt nýlegum sakamálum sem upplýst hefur verið um.
Og til hvers ætti að skattleggja snauðan almenning til að prestar geti reist fleiri auðar kirkjur? Væri ekki nær að breyta greftrunarsiðum svo venjulegt fólk hafi efni á að deyja með sæmd?
Mitt svar er einfalt. Hér á að ríkja trúfrelsi á ábyrgð safnaðanna. Ekki á ábyrgð ríkisins. Við þurfum að hætta þessum ríkissósíalisma á öllum sviðum
Þörf á að fjölga prestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er trúfrelsi. Öll trúfélög sitja viðsama borð og hafa fullt frelsi til starfsemi sinnar.
Samningurinn 1907 gerði það að verkum að ríkið fékk ríflega 16% af öllu jarðnæði á Íslandi og þar á meðal voru stórbýli og höfuðból mörg. Þar á meðal gífurlega verðmætar jarðir þar sem nú standa heilu og hálfu kaupstaðirnir.
Samningurinn 1997 var meðal annars gerður eins og hann er því ríkið hafði margítrekað þverbrotið eldri samninginn.
Það varð að ráði að jarðirnar yrðu alfarið eign ríkisins því illmögulegt var að rifta þeim gamla enda atkvæðaveiðarar í kirkjuráðherrastól og fleirum voru búnir að gefa stórvinum sínum margt stórbýlið á tombóluprís.
Samningurinn var því gerður á þennan veg af ýmsum ástæðum og þessum helstum. Ríkið skyldi í staðinn greiða laun þessara 138 presta fyrir að fá jarðirnar til sín auk ákveðins fjölda starfsmanna á byskupsstofu.Það er lág ársleiga fyrir ríflega 16$ alls jarðnæðis á Íslandi enda væri meira að fá út úr slíkri jarðarleigu en að ríkið fengi þennan samning.
Samningar skulu standa en flugfreyjan og jarðfræðineminn klipu sífellt af samningnum á sinni tíð og liggur það óbætt hjá garði.
Hvað myndi eigandi hússins í Borgartúni þar sem Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna og þjóðskrá leigja aðstöðu fyrir starfsemi sína segja ef flugfreyjan og jarðfræðineminn hefðu sagt við hann að það væri kreppa og því ætluðu þau að greiða lægri leigu - basta !
Jæja - myndi hann segja, þið greiðið leiguna takk fyrir og það með fullum verðbótum eða ég ber ykkur út og þið getið snuðað eunhvern annan.
Byskupinn lét þetta ofríki og þjösnaskap óátalið og rétti hinn vangann svo þau skötuhjú gætu kýlt hann þar einnig því þau hjuggu þrí- eða fjórvegis í sama knérunn með þetta.
Samningar skulu standa og ekkert öðruvísi en við aðra þó hér sé um kirkjuna að ræða. þér kann að þykja þetta skelfilegt en þú værir ekki með þessar yfirlýsingar ef þetta værir þú en ekki kirkjan sem ættir í hlut ! Þú hefðir stefnt þessum óþokkahjúum fyrir dóm við fyrsta brot þeirra á samningnum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.2.2014 kl. 02:33
Hvað kemur Sigurður Kárason þessu máli við, Jóhannes? Er það út af séra Erni Bárði, sem þú tengir þetta saman og vísar í frétt um S.K.?
Annars viðurkennirðu samninga ríkisins og Þjóðkirkjunnar og þarft þá að gera þér grein fyrir því, að skv. þeim samningi getur fjöldi presta breytzt eftir fjölgun eða fækkun í söfnuðum; því er út í hött fyrir þig að vera eitthvað að væla yfir því. :)
Annars er ég ósköp sammála þér um ásigkomulag Þjóðkirkjuprestanna margra. Þeir eiga að halda sér við Biblíuna og trúarjátningarnar, en margir þeirra gera það ekki.
Jón Valur Jensson, 22.2.2014 kl. 05:44
Ja hérna! Ertu alvöru predikari? Og finnst þér þetta allt í lagi? Enginn efi um að Kirkjan hafi staðið falslaust og heiðarlega að auðsöfnun í gegnum aldirnar? Og finnst þér ekkert óeðlilegt við að ríkið greiði til trúfélaga samkvæmt höfðatölu? En ef SÁÁ gerðist trúfélag og fengi greitt samkvæmt því? Líka í lagi? Af hverju heldurðu að það séu svona hatrömm átök um yfirráð í Krossinum? Er það persónulegt eða kannski fjárhagslegt? Ég er utan trúfélaga og mér finnst ósanngjarnt að skattféið mitt sé notað til að greiða prestum laun og uppihald fyrir hræsnisboðskap á sunnudögum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2014 kl. 05:52
Takk fyrir innlitið Jón Valur. Já að kom mér á óvart að Örn Bárður skyldi láta glepjast af auragræðgi. Einnig að hann skyldi eiga 10 milljónir til að afhenda svikahrappinum. Ef ég hefði látið plata mig þá hefði ég ekki kært. Varðandi þennan samning sem þú vísar til þá finnst mér eðlilegt að prestum fækki miðað við úrsagnir úr þjóðkirkjunni á undanförnum 2 áratugum. Og Biskup og prestar eiga ekkert tilkall til þessara fyrrum jarðaeignar kirkjunnar. Ekki frekar en ég og þú. Hvort samninginn hefði átt að útfæra öðruvísi má deila um en það breytir ekki því að ríkið er í fullum rétti til að skerða framlög til kirkjunnar eins og annara stofnana á tímum niðurskurðar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2014 kl. 06:03
Frá því samningurinn var gerður 1887 þá hefur fjölgað í þjóðkirkjunni .ræatt fyrir úrsagnir þannig að prestafjöldi átti að aukast lítillega í hlutfalli síðan þá.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.2.2014 kl. 14:09
Góður, predikari !
Jón Valur Jensson, 22.2.2014 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.