23.2.2014 | 10:40
"Stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórnmálum"
Stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórnmálum
Það er fáheyrt að heyra jafn stór orð sem jafn lítil innistæða er fyrir, höfð eftir jafn málsmetandi manni og Þorsteinn Pálsson hefur gefið sig út fyrir að vera. Hvað er það sem Þorsteinn er í raun að ýja að? Er hann búinn að gleyma svikum Jóhönnu og Steingríms varðandi innköllun aflaheimilda og endurbætur á stjórnarskránni?
Það voru raunveruleg svik.
Að ætla að hætta við áform um VARANLEGT FRAMSAL FULLVELDIS LANDSINS ERU EKKI SVIK HELDUR GRUNDVALLARSKYLDA RÍKISSTJÓRNARINNAR.
Við eigum að stefna í allt aðra átt en miðstýring ESB býður upp á. Við eigum að gera breytingar á fulltrúalýðræðinu með fleiri þjóðaratkvæðagreiðslum, auka íbúalýðræði og auka aðhald með störfum stjórnmálamanna með kröfu um opna stjórnsýslu og fullkomið gagnsæi. Ekki fleiri lekamál, aldrei aftur hvalabjór, enga náðun fyrir sakamenn og enga vinavæðingu í ríkisrekstrinum. Það eru verðug markmið að stefna að í stað þess að eyða tíma og orku í að rífast um orðinn hlut. Þjóðin vill ekki ganga í ESB! Hefði samt hugsanlega samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu 2009. Þá þorðu ESB sinnar í ríkisstjórn ekki að leyfa þjóðinni að ráða. En nú má hún ráða þegar engir aðrir kostir eru í stöðunni en gefa málið upp á bátinn. Að viðurkenna að málið sé tapað vegna eigin klaufaskapar væri ábyrgt en sýta orðinn hlut er háttur lúsera.
Deal with it Þorsteinn og Árni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.