24.2.2014 | 05:50
Nú gjöldum vér lausung við lygi
Stjórnvöld sem fara á undan með slæmu fordæmi bjóða upp á óstöðugt ástand. Heimskir og hrokafullir ráðherrar eru oftast púðrið sem kveikir eldana. Nú þarf forsætisráðherra að staldra við og endurmeta stöðuna. Og þá myndi nú ekki saka að hann rifjaði upp hina fornu speki Hávamála.
5.
Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
17.
Kópir afglapi
er til kynnis kemur,
þylst hann um eða þrumir
Allt er senn,
ef hann sylg um getur,
uppi er þá geð guma.
18.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
24.
Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Hitt-ki hann finnur,
þótt þeir um hann fár lesi,
ef hann með snotrum situr.
31.
Fróður þykist
sá er flótta tekur,
gestur að gest hæðinn.
Veit-a gjörla
sá er um verði glissir,
þótt hann með grömum glami.
31.
Fróður þykist
sá er flótta tekur,
gestur að gest hæðinn.
Veit-a gjörla
sá er um verði glissir,
þótt hann með grömum glami.
45.
Ef þú átt annan,
þann er þú illa trúir,
viltu af honum þó gott geta,
fagurt skaltu við þann mæla
en flátt hyggja
og gjalda lausung við lygi.
53.
Lítilla sanda
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Því að allir menn
urðu-t jafnspakir:
Hálf er öld hvar.
62.
Snapir og gnapir,
er til sævar kemur,
örn á aldinn mar:
Svo er maður
er með mörgum kemur
og á formælendur fáa.
64.
Ríki sitt
skyli ráðsnotra hver
í hófi hafa.
Þá hann það finnur
er með fræknum kemur
að engi er einna hvatastur.
77.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
Heimild og orðskýringar má finna hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.