28.2.2014 | 19:37
Umboðið hans Illuga
Eina sem Illugi hefur fram að færa í launadeilu kennara er, að hann ætlar að stytta framhaldsskólanámið niður í 3 ár. Þannig segist hann skapa svigrúm til að hækka laun kennara. Þetta finnst mér ekki ganga upp og greinilegt að kennarar gefa ekkert fyrir þetta innlegg. Þótt námið verði stytt þá fækkar ekkert kennurunum og útgjöld ríkisins lækka ekki. Það eina sem vinnst er að Ísland getur leiðrétt samanburð milli landa með kostnaði á nemenda. Það hefur ekkert að gera með þá staðreynd að menntakerfið er fjársvelt. Menn ættu að bera stöðuna þar saman við stöðuna sem heilbrigðiskerfið var komið í vegna fjársveltis og fara að bretta upp ermar og skera upp í skólamálunum. Fækka háskólum og námsframboði og auka kröfur verulega til æðra náms og kennslu á háskólastigi. Það ætti að vera forgangsverk í menntamálaráðuneytinu en ekki hraðbrautavæðing framhaldsskólanna.
Eins þarf að endurskoða leikskólann. Aðskilja hann frá skólakerfinu og segja upp öllum þessum rándýru leikskólakennurum. Litlu börnin eiga ekki að byrja svona snemma í skipulögðu námi. Breytum aftur til fyrra horfs og spörum ríkinu umtalsverðan kostnað. Þann sparnað má nota til að hækka laun í grunn og framhaldsskólum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.