Orð skulu standa

Fátt er nú í dagskrá RÚV sem vekur áhuga.  því var það með talsverðri eftirvæntingu sem ég settist niður í gærkveldi til að horfa á Orð skulu standa. En við lá að undirritaður skipti strax yfir á DR1 þegar stjórnandinn hóf þáttinn með söng! Ég geri kannski of miklar kröfur en í guðanna bænum Karl Th. ekki syngja í sjónvarpi aftur!  Og ekki bara þú heldur líka Pálmi Sigurhjartarson. Þið eruð báðir álíka litlir söngmenn og ættuð að fá hæfileikafólk til að sjá um þann hluta. Það var beinlínis pínlegt að hlusta á Pálma enda greinilegt að Þórunn Lárusdóttir ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum þegar Pálmi raulaði hvert stefið af fætur öðru. Og Guðmundur Pálsson!  Af hverju sagðir þú að hann kynni að syngja?  Varstu að gera grín að honum?  Guðmundur er ekki einu sinni góður útvarpsmaður. Til þess vantar hann raddstyrkinn. Menn sem hljóma eins og Árni Finnson ættu að finna sér annan starfsvettvang en útvarp.

Að þessu frátöldu þá fannst mér þátturinn renna nokkuð liðlega en það var þó meira liðunum að þakka en þinni stjórn Karl. Þú virkaðir óöruggur en það er galli sem slípast af, ef framhald verður á þessum þáttum. Vonandi verður það því það er full þörf fyrir svona þátt í ríkissjónvarpinu og þrátt fyrir hið pólitíska útvarpsráð þá vona ég að þeir noti ekki þína pólitísku fortíð gegn þér.  En þú mættir svo sem að meina lausu skipta út Guðmundi Steingrímssyni.  Davíð Þór stóð sig vel í útvarpsþáttunum og ég myndi vilja sjá hann aftur ef framhald verður á þessu hjá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Þú kannt ekki gott að meta.

Keyptu þér "Sólskinið í Dakóta" diskinn með Baggalúti, og njóttu þess hve vel Guðmundur Pálsson syngur. Sérstaklega þegar hann syngur með Karli Sigurðssyni titillag disksins.

Billi bilaði, 2.3.2014 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband