Gunnar Nelson

Eftir að hafa horft á óklippt myndband af þessum bardaga Gunnars Nelson í London s.l föstudagskvöld, þá get ég ekki annað en tekið undir með þeim sem fordæma þessa tegund "íþróttar".  Að horfa á hvernig Gunnar beitti olnboganum ítrekað sem sleggju á andlit mótherjans, er ekkert annað en árás með banvænu vopni.  Og hengingartakið í restina hefði auðveldlega getað hálsbrotið mótherjann. Að svona bardagi fari fram í búri er táknrænt.  því bardagamennirnir eru eins og dýr.  Að hampa Gunnari Nelson sem þjóðhetju og keppnisgreininni sem íþrótt eru mikil öfugmæli.  Miklu nær væri að sameinast um að fordæma þessa bardagagrein og helst banna alfarið að hún sé iðkuð hér á landi , hvað þá að leyft verði að keppa í henni. Gunnar sjálfur veit hversu hættulegt þetta getur verið.  Nýfarinn að keppa eftir 12 mánaða hlé vegna alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir.

Við erum flest sammála um að draga úr slæmum áhrifum sem ofbeldistölvuleikir geta valdið.  Að eitthvað annað eigi að gilda um Gunnar Nelson er hræsni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Alveg sammála. Þegar markmið er að meiða andstæðinginn þá er það ekki íþrótt lengur.

Úrsúla Jünemann, 11.3.2014 kl. 16:39

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir það Úrsúla

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2014 kl. 21:30

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ljótt sport

Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2014 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband