11.3.2014 | 21:16
Um kostnaðarvitund og fégræðgi
Okkur er sagt að kostnaður Alþingis vegna skýrslu um fall sparisjóðanna muni fara yfir 600 milljónir. Þetta er ótrúlega há upphæð hvernig sem menn reyna að réttlæta hana og full ástæða til að láta fara fram rannsókn á gerð skýrslunnar! Þá þarf að tímamæla vinnuna og ganga úr skugga um að sérfræðingar hafi ekki margskráð tímann sem fór í þetta. Það er ekki nóg að tala um kostnað og ráðdeild ef kostnaðarvitund ráðamanna er jafn léleg og dæmin sanna. Því hvernig í ósköpunum getur lögfræðingur í ósköp ómerkilegu launakröfumáli sent umbjóðanda sínum reikning upp á, á sjöundu milljón eins og gerðist í máli Más seðlabankastjóra? Þessi upphæð er hróplega úr samræmi við allt sem tíðkast hjá venjulegu fólki og skemmst að minnast þegar héraðsdómur dæmdi lögmanni málskostnað upp á 400 þúsund sem Hæstiréttur svo staðfesti! Skyldi vera, að einhver gæðingurinn hafi fengið málinu úthlutað vegna þess að vitað var fyrirfram að Seðlabankinn yrði látinn borga?
Hvað finnst Guðlaugi Þór og Vigdísi Hauks um þetta? Mun einhver fjölmiðlamaður spyrja?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefði verið betra fyrir þetta lið að gleyma sparisjóðunum og nota þessa fjármuni í heilbrigðiskerfið, það kemur kvort eð er ekkert vitrænt út úr þessari sparisjóðarannsókn.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 23:04
Mikið rétt Kristján. Rannsóknir af þessu tæi þjóna engum tilgangi. Lagaumhverfið er sniðið að hvítflibbaglæpum og þeir sem holuðu innan sparisjóðina munu sleppa samanber spkef og spron. Þeim er meira að segja treyst áfram fyrir hagsmunum almennings eins og kjör Böðvars Jónssonar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sýnir. Það er nú ekki í lagi fólkið þarna suður frá!!!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2014 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.