Sjúkir í tilfinningaklám

ESB aðallinn hefur eignað sér málefni hælisleitenda, flóttamanna, mansalsfórnarlamba og útlendra businessmanna.  Og nú síðast er grátið yfir örlögum rússneskrar konu sem flúði hingað undan ofbeldisfullum eiginmanni! Og það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk eignar sér þessi baráttumál.  Því fátt hentar betur lýðskrumurum en höfða til tilfinninga. Og pólitískt séð eru svona mál óspart notuð til að búa til strámenn.

Ekki ætla ég að taka til varna fyrir yfirvöld sem bera hina pólitísku ábyrgð en menn ættu að beina spjótum sínum að kerfinu og lagasetningunni en ekki embættismönnum eða pólitíkusum sem eru að framfylgja lögum og reglum!  Ræðum aðildina að Schengen og það fullveldisframsal sem sú pólitíska ákvörðun hafði í för með sér. 

Schengen aðildin veldur því að hver sem er kemst inní landið eða svo til.  Í stað þess að ef við framfylgdum okkar eigin landamæraeftirlit þá hefðum við í flest öllum tilfellum, sem upp hafa komið á undanförnum árum, getað afstýrt því að þetta fólk hafi fengið landvistarleyfi. Og þar með komið í veg fyrir þá ómannúðlegu meðferð, að vísa fólki fyrirvaralaust úr landi.

Því þetta er ekki mannúðlegt kerfi. En það er ekki vegna mannvonsku Útlendingastofnunar eða embættismann eða lögreglu. Þetta er bara það kerfi sem meðal annars ESB aðallinn ber ábyrgð á!

Þess vegna fordæmi ég tilfinningaklámið og pólitíska upphlaupið og segi við þetta fólk, talið við Alþingismennina og breytið lögunum.  En þegið ella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ræðum Schengen.  Ég sé engin skynsamleg rök fyrir því að taka þátt í því samstarfi.  Við erum eyja í miðju Atlantshafi og höfum miklu betri aðstæður til að tryggja virkt landamæraeftirlit en löndin á meginlandi Evrópu. Eina skýringin sem hefur fengist fyrir því að þetta var samþykkt á sínum tíma var að þetta auðveldaði elítunni að ferðast!!!   Sem er náttúrulega álíka léttvægt í stóra samhenginu og það að reka flugvöll í göngufæri frá Alþingi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband