Gerum eins og Heiðar Már segir.

Ráðaleysi íslenskra stjórnmálamanna er algert.  Nú á að fleygja stefnunni um bráðabirgðaaðild að evrópska myntsamstarfinu, sem undirbúin hefur verið í Seðlabankanum undanfarin 4 ár og alls óljóst er hvað við tekur.

Án gjaldeyrishafta er krónan ónothæf.  Og kostnaðurinn við höftin er álíka mikill og við verðtryggingu krónunnar.  Hvorugt er hægt að búa við.

Þess vegna á að skoða í alvöru tilboð Kanadamanna um upptöku dollars eða að taka hér upp Bandaríkjadal einhliða.  Auðvelt er að beina útflutningi vestur um haf og við þurfum ekki að stóla eins mikið á EES markaðinn og gert hefur verið.  Eins mun Kína opnast í lok árs svo það er líf án ESB.  Þótt margir haldi öðru framTounge

Það eru mörg rök sem styðja þá kenningu að okkur sé betur borgið í samstarfi við Kanada og Bandaríkin heldur en ESB. Ekki bara að það sé friðvænlegra heldur er menningarheimur okkar og Vesturheimsmanna miklu líkari.  Við eigum fátt sameiginlegt með keisaraslektinu og kónga og aðalsmanna hyskinu í Evrópu.  Og síðast en ekki sízt eigum við vini og skyldfólk í Kanada sem myndu fagna nánara samstarfi og viðskiptatengslum.

Kanada gæti þá verið okkar Akranes.  En þekkt er að fólk utan af landi velur frekar að flytja fyrst til Akraness áður en það flytur alveg á höfuðborgarsvæðið.

Hlustum á Heiðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband