RÚV er hlutdrægt í ESB áróðrinum

Þrátt fyrir keypta úttekt á hlutlægum fréttaflutningi ríkismiðilsins, blandast engum sem fylgist með fréttum hugur um, að RÚV er bullandi hlutdrægt þegar kemur að áhugamáli fréttastjórans.

Í gær var til dæmis ítarleg umfjöllun í Speglinum um einhverja skoðanakönnun sem er mjög óvenjulegt.  Vanalega er látið nægja að segja frá helztu niðurstöðum en þarna var berlega verið að nýta sér aðstöðuna til að koma því ítrekað á framfæri að stuðningur við aðild að ESB færi vaxandi.  Það skiptir engu hvað eitthvað fyrirtæki eins og Capacent segir,  við sem fylgjumst með fréttum höfum það svo sterklega á tilfinningunni að um hlutdrægan fréttaflutning sé að ræða að það er ekki hægt að hunza það sem einhvern áróður minniháttar spámanna eins og hrokagikkurinn Óðinn Jónsson lét hafa eftir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef nýr útvarsstjóri ryður ekki þessum vargi úr greninu þá hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir stjórnvöld hvort næsta skref varðandi RUV sé ekki bara slökkva á því fyrir fullt og allt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 12:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er ekki að kalla eftir því Kristján.  Óðinn gerir margt vel en hins vegar væri gott að hann viðurkenndi að hugsanlega hafi fréttastofan dregið taum aðildarsinna um of og ekki gætt hlutleysis sem skyldi.  Við viljum alls ekki pólitíska íhlutun í gegnum útvarpsstjórann enda á fréttastofan að vera ópólitísk.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 15:24

3 identicon

hvað er þá til ráða þegar útvarpið er með verulega pólitíska slagsíðu og kemst upp með það, ef ekki má blaka við því er þá ekki einboðið að Ríkið hætti rektstri útvarps sem er misnotað eins og Ríkisútvarpið?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 16:14

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og láta Jóni Ásgeiri og Birni Inga eftir að móta umræðuna?  Ég held ekki.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 16:43

5 identicon

Þá er bara ein leið í málinu og það er að finna ef mögulegt er, einhverja leið til að láta útvarpið þjóna öllum sjónarmiðum á jafnaðar grunni. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 19:19

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru menn innanhúss sem vita hvernig standa ber að faglegri fréttamennsku. Vonandi koma þeir vitinu fyrir Óðinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 20:09

7 identicon

Ef þeir koma ekki vitinu fyrir Óðinn, liggur þá ekki beinast við að einhver þessara manna taki við keflinu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband