Makríl málin skýrast

Sigurgeir Þorgeirsson staðfesti í viðtali við Spegilinn kenningu mína, sem ég setti fram í gær um, að fyrirhugaðar  veiðar Brims, Samherja og Síldarvinnslunnar í grænlenskri lögsögu hefðu lagst illa í viðsemjendur okkar.  Enda voru uppi áætlanir um stjórnlausar gúanó veiðar til að afla veiðireynslu.  Nokkuð sem Norðmenn og ESB kannast við af hálfu Íslenzkra útgerðamanna þegar makrílveiðar voru fyrst leyfðar hér á landi.  þannig að hér sannast enn og aftur að græðgin verður okkur að falli.

Nú þarf að taka ráðin af Sigurði Inga.  reka LÍÚ úr ráðuneytinu og setja þangað fagfólk.  Fólk sem útlendingar geta haft samskipti við á faglegum nótum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ekki klókt að fara að blandast í veiðar Grænlendinga, ef menn hefðu haft einhverja strategíska hugsun þá hefðu þeir ekki komið nærri þessu og látið sér í léttu rúmi liggja þó að kæmu skip einhver skip annarsstaðr frá til að veiða þetta, það að makríll veiddist við grænland myndi bara styrkja okkar stöðu gagnvart makrílnum, en að ætla að taka þátt í þessum veiðum sturtar okkar stöðu beint niður í kamarinn og lýsir lítilli strategískri greind.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 19:25

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurgeir fór ágætlega yfir þetta en svo fá bæði Sigurður Ingi, Gunnar Bragi og stjórnarandstaðan að bulla útí eitt um ábyrga afstöðu okkar og sjálfbærar veiðar og enginn fréttamaður spyr út í fyrirhugaðar veiðar Íslendinga í Grænlensku lögsögunni. En kemur sosum ekki á óvart. Fréttamenn sem eru sendur út af örkinni eru fæstir starfi sínu vaxnir .

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 20:04

3 identicon

Þú vilt semsagt meina að Grænlendingar eigi engan rétt að afla sér vveiðreynslu og nýta stofn sem farin að ganga í stórum torfum í þeirra lögsögu? Þeir sjálfir hafa ekki egtu til að nýta þenna fisk að fullu og hafa leitað til annarra til þess.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 20:11

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst ósiðlegt að íslenzkir útgerðamenn séu að skrá skip sín á Grænlandi til að veiða makríl sem landað yrði á Íslandi til bræðslu. Það er það sem menn ætluðu sér að gera. Rányrkja íslendinga út um heimshöfin samanber hrossamakrílsveiðarnar við Afríku eru okkur ævarandi til skammar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 20:31

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og þú tekur Spegilinn og handvalda kverúlanta þar, góða heimild fyrir staðreyndum malsins Jóhannes?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 21:03

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hehe Jón, ég hélt að ég væri tortrygginn! En já, ég trúi Sigurgeiri, kannast við hann að norðan. Það mátti skilja að honum fannst það óþægilegt að hafa fulltrúa LÍÚ andandi ofan í hálsmálið á sér á þessum fundum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 21:19

7 identicon

Auðvitað eiga Grænlendingar sinn rétt til þess að veiða makríl í sinni lögsögu eins og við, þeir hafa enga veiðireynslu og ætla að láta moka upp hjá sér makríl í bræðslu til að ná í tonnafjölda, það hefði allavega verið snyrtilegra fyrir Íslendinga að sleppa því að slá sér upp með það að þeir styddu niðurstöðu veiðiráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins og ætla samt að taka þátt í Grænlensku veiðunum, Fyrst farið var að hanga á þessari veiðráðgjöf  Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefði líklega verið skynsamlegra að láta aðra um Grænlansveiðarnar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 22:12

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver eru veiðigjöldin í Grænlandi? 20 ísk.kr. á kíló?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband