14.3.2014 | 20:28
Ég tek ofan fyrir Villa naglbíti
Opnunaratriðið á Íslenzku Tónlistarverðlaununum var svo hörmulegt að það hefði auðveldlega getað skyggt á hátíðina í heild. En sem betur fer eigum við enn til fólk sem er einlægt og heiðarlegt og sem þarf ekki að króa af út í horni til þess að það skammist sín. Vilhelm Anton Jónsson er einn af þeim og hann bjargaði bæði sínu andliti og ásýnd hátíðarsamkomunarinnar í Hörpu í kvöld með því að viðurkenna strax að opnunaratriðið var sérlega illa heppnað en þó sérstaklega hans eigin söngur. Málinu bjargað og enginn lengur að velta sér upp úr opnunaratriðinu. Takk Vilhelm!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2014 kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Ég missti sem betur fer af fyrstu mínúntunum, en satt best að segja trúi ég þér alveg, því að bæði hljóð og "grafík" eru fyrir neðan allar hellur.
Alveg dæmigert fyrir RÚV
Jónatan Karlsson, 14.3.2014 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.