14.3.2014 | 20:47
Vika í pólitík
Vika í pólitík er einn af vinsælustu frösum stjórnmálamanna sem eiga á brattann að sækja. En þessi vika sem nú er senn á enda hlýtur að hafa verið lengi að líða fyrir alla. En sérstaklega þó ríkisstjórnina og stjórnarflokkana sem hafa verið á stöðugu undanhaldi í hverju málinu á fætur öðru og það hefur hvorki þurft að kalla til Vigdísi né Brynjar Níelsson til að skora í sitt eigið mark. Ráðherrarnir hafa séð um sjálfsmörkin alveg svikalaust. En stjórnarandstaðan hefur svo sem ekki af neinu að státa. VG hefur afhjúpast sem harður ESB flokkur og enginn treystir Árna Páli , ekki einu sinni hans eigin flokksmenn.
Vonandi verður næsta vika tíðindalítil. Þjóðin þolir ekki að fylgjast lengur með atganginum við Austurvöll þar sem allir spila á eigið mark. Og Ísland orðið að almennu aðhlátursefni meðal grannþjóða jafnt sem annarra.
Þegar Færeyingar eru hættir að virða okkur viðlits þá þurfum við að líta í eigin barm. Það getur ekki verið að allir aðrir hafi rangt fyrir sér!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefur verið sérstaklega löng vika fyrir aðstandendur farþeganna í þotunni sem er týnd og allur heimurinn hefur verið að fylgjast með.
http://www.dailymail.co.uk/news/article-2581488/It-WAS-hijacked-Malaysian-official-says-CONCLUSIVE-jet-carrying-239-hijacked-35-000-ft-individual-group-significant-flying-experience.html
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.