Ofbeldi mætt með ofbeldi

Ef verkfall kennara skellur á þá verða stjórnvöld að mæta því með lagasetningu.  Því verkfall kennara bitnar á engum nema nemendum og það er óþolandi að kennara láti slíkt gerast. Það ætti í raun að binda það í lög að aldrei verði hægt að boða til kennaraverkfalls á meðan á skólaári stendur.  Kennara geta farið í verkfall á milli vor og haustannar því þá geta nemendur tekið ákvarðanir um námsframvindu sem byggja á því að hægt sé að ljúka því sem byrjað er á og þeir sem eiga þess kost geta farið utan til náms ef líkur eru á langvinnri kjaradeilu hér á landi sem varla verður með þeim breytingum sem hér eru lagðar til.  Á móti þarf að endurskoða fyrirkomulag kjarasamninga við kennara og taka upp vinnustaðasamninga þar sem góðum kennurum er umbunað en hinir leiti sér annarrar vinnu.  Því það þarf enginn að halda því fram að slakur árangur nemenda sé eingöngu þeim að kenna.  Kerfið verndar beinlínis lélega kennara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Staðreynd: 90% kennara eru lratar.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 05:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kratar semsagt...

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 05:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kratar semsagt

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 06:42

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já er ekki pólitísk lykt af þessari kröfuhörku?  Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna.  Skítt með nemendur bara ef hægt er að koma höggi á helvítis hægri mennina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2014 kl. 08:18

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En þessi píltíska heift er svo sem á hinum vængnum líka.  SA voru ekkert að hlífa helvítis kommúnistastjórn Jóhönnu og Steingríms.  Hvorki í orði eða borði og beinlínis unnu gegn þeim þótt það bitnaði á eigin rekstri samanber stórútgerðina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2014 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband