Frá þingflokksfundi Framsóknar

Hið óvænta fylgi við lýðskrum Framsóknar í síðustu kosningum kom mörgum á óvart.  En mezt þó þeim nýju frambjóðendum flokksins, sem vöknuðu upp sem nýbakaðir þingmenn morguninn eftir kjördag.  Síðan þá hefur lítið farið fyrir þessum nýju þingmönnum.  þeir hafa verið önnum kafnir í sínu starfsnámi og látið reynslumeira fólki eftir umræðuna.  En nú dugar það greinilega ekki lengur. Allt þetta klúður sem ráðherrarnir Sigurður Ingi og Gunnar Bragi hafa lent í hefur komið þingflokki Framsóknar í bobba. Þess vegna áttu þessar umræður sér stað í þingflokksherberginu nýlega:

Sigurður Ingi:  Við létum LÍÚ aldeilis fara illa með okkur úti í London félagar.  Norðmenn plötuðu okkur laglega og nú er enginn makrílkvóti fyrir okkur.  Hvað á ég að segja þjóðinni? Og af hverju er RÚV alltaf að andskotast í okkur?

Silja Dögg:  Þetta verður allt í lagi Sigurður.  Ég skal bara skrifa pistil og skamma RÚV og Ingólf Bjarna. Norðmenn og þessi Damenaki munu örugglega lesa hann og skammast sín.  Þetta er jú okkar fjóshaugur? Og hann verður aldrei ESB haugur á okkar vakt!

Sigurður Ingi:  Æi takk elsku Silja.  Og láttu það koma fram að við fylgjum ábyrgri nýtingarstefnu og sjálfbærum veiðum.  Þess vegna ætla ég að leyfa 200 þúsund tonna afla í íslenzku lögsögunni og leyfa Samherja og Síldarvinnslunni að veiða 100 þúsund tonn í grænlensku lögsögunni þrátt fyrir að ESB Norðmenn og Færeyingar hafi ákveðið að veiða sjálfir 65% meira en ráðgjöf fiskifræðinga sagði til um.  Það fattar enginn þessa mótsögn.  Það eru allir svo móðgaðir útí Færeyinga...ha?...ha? 

Allir:  Hvar ætli Sigmundur Davíð sé?  Er hann enn fyrir austan að gefa peninga......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband