Klókt af Ögmundi að styðja Þorleif

Margir hafa tjáð sig um nýjan pistil Ögmundar Jónassonar, þar sem hann lýsir yfir stuðningi við framboð Þorleif Gunnlaugssonar, fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúa VG.  Flestir fordæma skrif Ögmundar og telja þau áfellisdóm þungavigtarmanns yfir núverandi forystu flokksins í borginni og núverandi leiðtoga Sóleyju Tómasdóttur. 

Ég held að ekkert slíkt hafi verið Ögmundi í huga þegar hann skrifaði þennan pistil.  Hann var bara að benda óánægjufylgi VG á að kjósa frekar Dögun heldur en hina flokkana sem eru í boði eða með hans orðum:

Mér finnst ástæða til þess að félagslega þenkjandi fólk sem nú horfir til þeirra framboða sem í boði eru á á þeim væng stjórnmálanna sem vill kenna sig við félagshyggju að gleyma ekki Dögun með Þorleif Gunnlaugsson í broddi fylkingar. Sjálfum fyndist mér afleitt að missa hann úr borgarpólitíkinni og fá í staðinn meira af Pírötum, Bjartri framtíð, Framsókn  eða Samfylkingu svo nefndir séu flokkar sem stundum vilja máta sig við félagsleg sjónarmið.

Er ekki full langt gengið að túlka þessi orð sem niðurrifstal?  Ögmundur er sjóaður í pólitíkinni og veit að stjórnmál snúast líka um fólk.  Ekki bara stefnur. VG fólk í borginni hafnaði 2 mjög frambærilegum fulltrúum, þeim Grími Atla og Þorleifi Gunnlaugs.  það er eðlilegt að Ögmundur og fleiri séu hugsi.  Með Sóleyju Tómasdóttur og Líf Magneudóttur í forystu fyrir borgarmálefnin  er flokkurinn að tefla fram fulltrúum með mjög krítískar áherslur.  Þess vegna vill Ögmundur breikka valið og bendir á Þorleif Gunnlaugsson sem skíran valkost.  Dögun skiptir ekki máli sem slík.  Dögun er bara bræðingur hóps fólks sem vill hafa áhrif á persónulegum nótum.  Ögmundur er ekki að svíkja flokkinn.  Hann er að hugsa út fyrir rammann eftir nokkur staup af rauðvíni á mánudagskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað nákvæmlega er klókt við það að lýsa yfir stuðningi við Þorleif? Þegar félagslega þenkjandi fólk finnst orðið mest gaman að sjá samherja fá smá rassskellingu er kannski frekar ástæða til að líta inn á við en út fyrir rammann.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/02/17/gaman-ad-sja-grim-fa-sma-rassskellingu-frambod-hans-allt-ad-thvi-donalegt/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 21:13

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Elín þið ruglið saman flokksmönnum og mögulegum kjósendum.  Þetta eru 2 aðskildir hópar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2014 kl. 21:35

3 identicon

Þið? Þú og Össur?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband