Maður með kameru - Hugmynd handa RÚV

Magnús Geir boðar meiri áherzlu á landshlutaútvarp en verið hefur. En það skiptir máli hvernig slíkt sjónvarp er matreitt oní landann.  Með því áhugaverðara í DR1 eru þættir úr sveitinni.  Bonderöven og De unge landmænd.  Þar fær viðmælandinn algerlega að njóta sín og klippararnir kunna sitt fag.  Þar myndu menn ekki gera þætti eins og Landann, þar sem spyrillinn er alltaf í forgrunni.  Hvort sem um er að ræða hégómagirni eða almennan kjánaskap Gísla Einarssonar þá er þetta hvimleiður óvani.

Við höfum áhuga á landsbyggðunum og það er full ástæða til að gera þætti um líf landans á landsbyggðunum. En þetta þarf að gera rétt og án óþarfa bruðls. Maður með kameru og einn sem spyr spurninga er nóg.  Klipparinn í myndveri getur síðan sett saman fyrirtaks prógram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband