Illhugi á valdastól

Endurkoma Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi sjóðsstjóra hjá Jóni Ásgeiri, í framlínu Sjálfstæðismanna voru mikil mistök. Aðkoma ríkisins til bjargar Sjóði 9 í aðdraganda hrunsins er enn óútskýrð og þar af leiðir nýtur Illugi Gunnarsson einskis trausts utan nánasta stuðningshóps.  Og skipan Illuga í ráðherraembætti mæltist ekki vel fyrir enda hefur hann gengið hart fram í afar umdeildum embættisverkum.  Og hann svarar gagnrýni með algeru skeytingarleysi þess sem valdið hefur.  Og dæmin hafa hrannast upp.  Skerðing námslána, skipan Jónasar Fr, sem stjórnarformanns LÍN, málaferlin gegn námsmönnum sem hann tapaði, skipan óhæfrar manneskju sem framkvæmdastýru LÍN, niðurskurðurinn og uppnámið á RÚV og fáránlegt innlegg í kjaradeilu kennara.  Listinn er langur og hann mun bara lengjast svo lengi sem þessi maður situr í embætti.

Og nú þetta.  RÚV er fjármagnað að stærstum hluta með nefskatti ef Illugi hefur gleymt því.  Það þýðir að stjórmvöld hafa enga heimild til að skerða þennan tekjustofn nema með því að lækka nefskattinn.  Alls ekki með því að stela hluta af nefskattinum til að mæta lækkun veiðigjalda svo augljóst dæmi sé tekið.  Og hvað hélt þessi óhæfi ráðherra að myndi gerast í rekstri fyrirtækis sem var rekið á núlli þegar hann allt í einu með einu pennastriki skerðir tekjurnar um 10%.  

Svona er ekki hægt að koma fram gagnvart stjórnendum ríkisfyrirtækja jafnvel þótt starfsemin sé umdeild og sumt ekki stjórnvöldum þóknanlegt.

Og hann talar um að ekki verði frekari niðurskurður!  Hvernig væri að hann skilaði okkur, sem neydd erum til að greiða nefskattinn, þessum 300 milljónum áður en hann hótar frekari undanskotum á þessum nauðungarskatti. 


mbl.is Ekki gengið lengra í niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt mesta samfélagslega meinið í dag er fólk með miklar skoðanir á málum án þess að afla sér nokkrar þekkingar. Blygðunarlaust !

Sigmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 11:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hinir eru verri, sem hafa miklar skoðanir á skoðunum annarra án þess að leggja nokkuð til umræðunnar sjálfir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2014 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband