11.4.2014 | 01:41
Fávitar á Facebook
Uppákoman varðandi slúðurfréttaflutning á Visir.is, sannar tvennt. Í fyrsta lagi þá eru notendur á fésbók veruleikafirrtir og í öðru lagi þá eiga fréttir af svona samskiptasíðum ekkert erindi útfyrir þetta ömurlega samfélag sem þarna þrífst. Ömurleikinn og firringin er svo mikil að fólk lætur stöðuuppfærslur ganga fyrir öllu öðru og áttar sig ekki á því að samfélagsábyrgðin felst ekki í stöðuuppfærslum heldur beinum aðgerðum. Tökum dæmi: Unga konan sem hélt að sorphirðustarfsmenn væru að brjótast inní bílskúrinn sinn hefði ekki átt að láta það vera sín fyrstu viðbrögð að fara í tölvuna og ásaka menn án tilefnis. Hún átti að fara út og tala við þessa drengi og ef það hefði ekki verið fullnægjandi þá gat hún leitað til lögreglu. Þannig gat þessi fína dama komið í veg fyrir mikil óþægindi sem tilefnislaus fréttaflutningur olli og sem var byggður á hennar histeríu. Ábyrgðin er hennar þótt skömmin sé fréttabarnanna sem halda að allir bíði með slefu eftir fréttum af því sem Jakob Bjarnar og Eiríkur Jónsson kalla "fræga fólkið" Mikil er skömm þessa fólks!
Eik biður starfsmennina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér þykir viðbrögð sorphirðu Reykjavíkurborgar við málinu vera mjög hófstillt og yfirveguð.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2014 kl. 02:04
Af hverju fóru sorphirðumennirnir ekki inn í Visi og hirtu allt sorpið. það er ábyrgðahlutur að láta það grotna þarna og gefa frá sér fnykinn útí fábjánana sem þefa af honum.
Hnutur, 11.4.2014 kl. 08:06
Sparidaman í Laugarásnum skrifar ásakanirnar á facebook og læðir svo inn "afsökunarbeiðni" á "kvennablaðinu" á netinu. Sem enginn les.
Ræfilslegt.
Hvumpinn, 11.4.2014 kl. 08:28
Á þessu hafa menn greinilega skoðanir. En ekki háalvarlegum umræðum um fjöregg þjóðarinnar, fiskveiðiráðgjöfina og kvótakerfið. þá þegja menn þunnu hljóði eða láta mata sig á bulli sem þeir kokgleypa hrátt. Þetta er afleiðing fávitavæðingar afþreyingarmiðlunar gulu pressunnar og stjörnudýrkunar undirmálfólks
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.4.2014 kl. 13:35
Ég verð að vera sammála því, að það er í hæsta máta undarlegt að setjast við tölvuna sína og skrifa tilkynningu á alheimsvefinn um að vafasamir menn séu að vafra um og reyna að brjótast inn hjá manni. Tölvan stöðvar ekki misyndismenn -og reyndar ekki heldur ágæta sorphirðumenn sem eru að leita af sér allan grun um meira rusl. Reyndar spurning hversu langt þeir eiga að ganga í að leita af sér allan grun, en þessi maður er nýr í starfi og ætlaði bara að standa sig vel.
Svo eru fréttasnápar alveg kapítuli útaf fyrir sig. Þessi umræddi frekjudallur og dóni (haft eftir tölvuglöðu konunni) er einmitt dæmi um lakari hluta fréttafólks. Hann lepur upp skrif af bloggsíðu einstaklings og ætlar sér, hvað sem tautar og raular, að gera úr þeim hasarfrétt... sem tókst alveg ágætlega, nema hvað hann gleymdi alveg að taka tillit til óska viðmælanda síns og líka að athuga hvort eitthvað væri til í skilningi hans á lesefninu.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.4.2014 kl. 17:10
Ekki þekki ég þessa konu neitt. En það að henni skyldi detta það til hugar að fara að setja e h fésið vegna þess að hún sá mann við bílskúrinn sem kannski var að gera e h sem hann átti ekki að vera að gera nú eða kannski bara að ruglast e h á tunnum og geymslum finnst mér undarlegt. Hún var í "sjokki" Já ok. Og þá fer hún á fésið og setur þar stöðuuppfærslu..
þá vitum við hvað þessi mjög svo klára kona mun gera, þegar og ef það skyldi nú kvikna í hjá henni, eða e h slasast jafnvel. Fara á Facebook!! ;o)
óli (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 17:52
Það liggur beint fyrir að blaðasnápurinn á þessum sorpsnepli, Samúel, verði rekinn. Síðan ætti Mikael Torfason, sem er mjög umdeildur, að fá uppsagnarbréf. Síðan ætti sérstakur saksóknari að ákæra Jón Ásgeir, eiganda 365 (og þar með Vísis), svo að dómstólar geti dæmt hann fyrir alls konar fjársvik. Klefi 35 í Húsi 3 á Hrauninu bíður tilbúinn eftir honum.
Þetta er sannkölluð spilling og lygar alla leiðina frá botninum og upp.
Pétur D. (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.