Ekkert breytzt hjá RÚV!

Ég er einn af þeim sem vænti mikils af nýjum útvarpsstjóra. Þær væntingar hafa ekki gengið eftir nema síður sé.  Breytingarnar í yfirstjórninni virðast ekki hafa haft neitt með breyttar áherzlur í rekstri stofnunarinnar að gera.  Aðeins verið að styrkja tengslanet Magnúsar innan stofnunarinnar. 

  • Hjá fréttastofu RÚV eru sömu efnistök og þegar Óðinn var fréttastjóri. Engar breytingar þar.
  • Vefurinn er sízt betri og engar uppfærslur hjá Podcastinu í langan tíma
  • Dagskrá Sjónvarpsins hefur ekkert breytzt (enda sami aulinn þar við völd)
  • Hætt hefur verið stuðningi við RÚV appið
  • Stofnunin er enn jafn sjálfmiðuð og áður! (nægir að vísa á vetrardagskrárkynninguna þar sem sjálfshólinu linnir ekki)

Hægt er að nefna margt annað.  Svo sem poppvæðingu Kastljóssins og fyrirhugaða endurvæðingu RÚV-AK.  Ef Magnús Geir ætlar ekki að gera neinar breytingar á efnistökum RÚV þá ætti hann að segja upp hið fyrsta. Hagræðing í rekstri og útleiga á skrifstofum hefur ekkert með fjölmiðlun að gera.  Hann má hafa verið góður rekstrarmaður í leikhúsi en það er bara ekki það sem þarf.  Sérstaklega ekki núna þegar vegið er að frjálsri fjölmiðlun og valdablokkir eru að eflast sem vilja stjórna miðlun upplýsinga.

Til hvers er RÚV að gera poppmenningu svona hátt undir höfði á kostnað þjóðmenningar?  Getur Magnús svarað því?  Hvers vegna þarf 3 umsjónarmenn í þátt sem heitir Poppland og er á Rás 2 og hvað kostar það?  Sjónvarpsfólk á DR1 segir oft; "Danmark er dejlig" en þulan hjá RÚV segir bara "RÚV-Annað og meira"!!  Alveg eins og áður.  Því þar hefur ekkert breytzt með nýjum stjóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband