15.11.2014 | 19:32
Varla betri hjólaborg
Klíkan sem ráðið hefur skipulagsmálum Reykjavíkur undanfarin ár með Hjálmar Sveinsson í broddi fylkingar ætlar greinilega að efna til nýrra átaka við borgarbúa og nú með breytingum á Grensásvegi. Og allt í nafni betri hjólreiðasamgangna. Ætla má að þeir sem ráða, noti ekki hjól sem samgöngutæki dags daglega. Því ef tilgangurinn er að gera Reykjavík að betri hjólaborg, þá ráðast menn ekki á gatnakerfið og torvelda umferð bifreiða. Það er alröng aðferð. Miklu nær er að auka öryggi hjólreiðamanna á götum og gangstéttum heldur en að þrengja götur og auka þar með umferðarþungann. Ég hef notað reiðhjól sem aðal samgöngumáta í bráðum 20 ár hér í Reykjavík og ég verð að segja að þeir hundruðir milljóna sem eytt hefur verið í að bæta hjólamenninguna hefur verið eytt í stíga fyrir hjóladólga en ekki fyrir okkur sem notum hjól dags daglega í snatt og útréttingar. Áður en farið verður af stað í þessa vitleysu á Grensásveginum ættu menn kannski að byrja á að spyrja "alvöru" hjólreiðafólk hvað betur mætti fara.
Grensásvegur verði þrengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.