Jæja Sigurður Ingi

Ítrekuð afskipti Umboðsmanns Alþingis af embættisfærslum ráðherra sýna svart á hvítu nauðsyn þess að gera grundvallarbreytingar á stjórnarskránni. Þrískipting valdsins er marklaus eins og við verðum sífellt vitni að í samskiptum þessara þriggja valdastofnana samfélagsins. Í stað þess að Alþingi fari með það vald sem því er veitt samkvæmt stjórnarskrá þá er það í raun framkvæmdavaldið og dómstólarnir sem öllu ráða.

Sigurður Ingi sem og aðrir ráðherrar hafa tekið sér alræðisvald í sínum málaflokkum og komast upp með það vegna þess að stjórnarsamstarfið byggir á ógnarjafnvægi þar sem formenn stjórnarflokkanna virðast hvorugir færir um að hafa stjórn á sínum ráðherrum. Ef hér væri alvöru ríkisstjórn sem stjórnaði í þágu þjóðarinnar þá væri embættisfærsla ráðherra hófsamari og í meiri sátt við kjörna fulltrúa sem sitja á þingi.

Það er eins og ríkisstjórninni sé fyrirmunað að haga sér á pari við lýðræðisstjórnir og hafi þess í stað tekið sér til fyrirmyndar aðferðir alræðis og einvaldsstjórna.  

Þessu er fólkið að mótmæla á Austurvelli. Við viljum ekki ráðherra eins og Sigurð Inga og Hönnu Birnu og Illuga Gunnarsson.  Ráðherra sem þykjast einvaldir í sínum ráðuneytum og sem hafa sýnt í verki hvaða skilning þeir leggja í hlutverk sín.

Umboðsmaður spyr núna hvaða heimild Sigurður Ingi hafði til að taka hina gerræðislegu ákvörðun um flutning Fiskistofu. Umboðsmaður veit að ráðherrann á ekkert skynsamlegt svar.  Ekki frekar en Hanna Birna gat svarað þeim spurningum sem að henni var beint.

Það er búið að dæma í hliðstæðu máli, þar sem flutningur Landmælinga upp á Akranes var dæmdur ólöglegur og þess vegna getur Sigurður Ingi ekki borið því við að um fordæmalausa aðgerð hafi verið að ræða.

Niðurstaðan hlýtur að verða sú að ráðherrann verði gerður afturreka með þessa ákvörðun. Ef ekki þá er fordæmi fyrir starfsmenn að sækja háar bætur til ríkisins og varla mun almenningur sætta sig við slíka stjórnsýslu....eða hvað?


mbl.is Umboðsmaður krefur ráðherra svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband