Við um okkur

Þessi nýi útvarpsstjóri er ekki að gera sig í starfi. Stutt er síðan að hann birti sína framtíðarsýn um hlutverk stofnunarinnar og hvert hann vildi að hún stefndi undir hans stjórn. Sjá hér. Væntanlega hefur stjórn RÚV spurt um framtíðarsýn þeirra sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra og fengið að heyra þessa sömu ræðu og Magnús Geir birti fyrir okkur hin.  En þeir sem nenntu að lesa í gegnum þetta manifesto Magnúsar, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum því það örlar ekki á neinum hugmyndum til að bæta dagskrá RÚV. Þvert á móti þá virðist allt eiga að vera með það sama varðandi hundlélega dagskrágerð sjónvarps. Og ef við höfðum ekki fengið upp í kok af öllum viðtalsþáttunum þá boðar nú útvarpsstjóri nýjan viðtalsþátt, Hringborðið, undir stjórn fólks með afar þröngt sjónarhorn svo ekki sé meira sagt.

Eða með orðum útvarpsstjóra:

„Hringborðið á að vera uppbyggilegur umræðuþáttur þar sem fólk með víðtæka reynslu og þekkingu á íslensku samfélagi ræðir málefni líðandi stundar. Umsjónarmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa mikla yfirsýn og muna tímana tvenna. Við vonumst til að þátturinn muni setja málefni dagsins í dag í stærra samhengi og skauta hjá því argaþrasi sem einkennir umræðuna oft og tíðum. Okkur hefur stundum þótt skorta nokkuð á að raddir hinna reynslumeiri heyrist nægjanlega oft í íslenskum fjölmiðlum en við teljum að með þessu séum við að vissu leyti að bæta úr því. Ég á því von á litríkum og uppbyggilegum umræðuþætti þar sem tekist verður á af miklu krafti um þau málefni sem skipta þjóðina öllu máli, í dag og ekki síst til framtíðar litið,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.

Án þess að ætla að dæma fyrirfram gesti þessara stjórnenda þá langar mig fyrst að vita hverjir þessir "Við" eru. Því við hin, sem borgum útvarpsgjöldin höfum ekki beðið um svona þátt. Þátt sem greinilega er markaður af pólitískri forræðishyggju en ekki óhlutlægni.  Eða til hvers að kalla til stjórnendur sem eru þekktir af skoðunum sínum?  Er virkilega enginn Íslendingur, sem ekki er búið að draga í pólitískan dilk, og væri fáanlegur til að fjalla um þjóðfélagsmál af óhlutlægni og stýra þætti eins og "Silfur Egils" var. 

Framtíðarsýn útvarpsstjóra á að ná lengra en kjörtímabil ríkisstjórnarinnar. Magnús mun engu breyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki hægt að redda borði, hringlagað eða ferkantað, handa Stasi-Styrmi hjá ÍNN?

Nei, annars, þetta er með ólíkindum. Mestu afturhalds skarfar skersins, "die Ewiggestrigen", er fengnir til að skapa umræðu um framtíðarmál Íslendinga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband