20.11.2014 | 15:10
Aliexpress - Endir einokunar- og okurverslunar
Vegna lélegrar þjónustu hjá stærstu tölvuverslunum á Íslandi, Tölvutek og Tölvulistanum, lét ég loks verða af því að versla mér tölvuvörur á netinu. Og það lá beinast við að kanna vöruframboð á hjá kínverska netrisanum Alibaba. Í stuttu máli þá er að finna ótrúlegt framboð af orginal gæðamerkjum á verði sem er hreint ótrúlegt miðað við verðlag í íslenskum verslunum. Og ekki spillir fyrir að hægt er að finna þar endurseljendur sem bjóða frían flutningskostnað til Íslands. Munar um minna. Ég verslaði mér þarna lyklaborðsdokku fyrir Acer spjaldtölvu, (frá Acer nota bene en ekki eftirlíking) og verðið hingað komið kom þægilega á óvart. Kaupverðið var 68 $ og tollgjöld 2.681.00 krónur. Samtals rétt um 11 þúsund krónur. Svona vara á íslandi kostar ekki undir 20 þúsund krónum! Annað dæmi er af USB-3 PCI-E stýrispjaldi með innværu tengi fyrir front-tengi. Sambærilegt stýrispjald kostar 7.500 krónur hjá Computer.is en ég keypti það á 13.8 $, og engin aðflutningsgjöld!
Og allir seljendur á Aliexpress sem ég skoðaði,virðast kappkosta að veita góða þjónustu, bæði skilavernd og endurgreiðslu án skilaskyldu. Þetta þekkist ekki hjá íslenskum okrurum sem láta neytendur borga verslunarhallirnar sem engin þörf er fyrir.
En nú spái ég að breyting verði á. Neytendur hljóta að beina viðskiptum í vaxandi mæli til netfyrirtækja sem selja með hóflegri álagningu í stað þess að versla við íslenska bófa sem okra og svindla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.