LÍÚ lifir enn góðu lífi

Þótt LÍÚ hafi verið lagt niður og stofnuð ný samtök undir öðrum formerkjum þá hafa ítök gömlu klíkunnar innan LÍÚ ekki minnkað innan Sjálfstæðisflokks og einkum Framsóknar. Nægir að hlusta á Jón Gunnarsson og Sigurð Inga Jóhannsson tjá sig um sjávarútvegsstefnu stjórnvalda því til sönnunar. það er eins og þeir kumpánar séu stjórnarmenn hjá Samherja eða Sildarvinnslunni en ekki kjörnir fulltrúar til að gæta hagsmuna þjóðarinnar.

Nú er ég ekki á móti íslenskum útgerðarmönnum eða íslenskri útgerð.  Langt í frá.  En það á að heyra sögunni til að á Alþing séu kosnir menn sem beinlínis gorta sig af að gæta hagsmuna stórútgerðarinnar eins og reyndin er um marga þingmenn Framsóknar og annarra stjórnmálaflokka að undanskildum Pírötum. Spillingarsaga Framsóknar var afhjúpuð á sama tíma og spillingin í fjármálakerfinu og því má kannski segja að hún hafi ekki notið nægilegrar athygli. En það þýðir ekki að við eigum að leifa mönnum að viðhalda spillingunni fyrir opnum tjöldum eins og nú virðist látið óátalið.  Eða hver mótmælti í nafni þjóðarinnar þegar Páll Vísismaður, sagðist vera kominn á þing til að passa hagsmuni sína og engra annarra. Þótt í þingmannseiðnum sé einmitt sérstaklega tekið fram að einkahagsmunir megi aldrei ráða afstöðu þingmanna. Nei enginn gerði athugasemd við þessa yfirlýsingu Pál Vísismanns.  Ekki Árni Páll, ekki Steingrímur og ekki dúkkan Katrín Jakobsdóttir.

Þessi meðvirkni hefur hleypt auknum kjarki í hækjur LÍÚ auðvaldsins og nú á að stíga stórt skref í að afhenda fiskimiðin til endurgjaldlausrar vanyrkju næstu 20-30 ár.

Þótt frumvarpið sé ekki komið fram á ég ekki von á kröftugum mótbárum.  Hvorki innan þings né utan. Málið er afgreitt. Þjóðin tapaði ..eins og alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband