20.11.2014 | 17:09
Málskilningur og hugtakanotkun þingmanna
Les og málskilningi er ekki bara ábótavant meðal ungs fólks. Dæmin eru mýmörg í allri umræðu, að málskilningur fer versnandi og texti og ræður skreyttar hugtökum sem enginn skilur. Og nú hefur þessi hraklega meðferð móðurmálsins ratað inn í þingsályktun 18 þingmanna! Sem þýðir að 35% Alþingismanna skilur ekki nauðsyn vandaðs máls á tímum alþjóðavæðingar samfélagsins.
Svo ég vitni beint í textann sem um ræðir:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp til að móta stefnu um að skapa á Íslandi vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt því að verja réttindi netnotenda, og gera svo nauðsynlegar lagabreytingar til að innleiða stefnuna.
Um hvaða vistkerfi er verið að tala? Hefði ekki átt að nota annað orð eins og til dæmis "grundvöll"...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.