Hvernig ætlar Samfylking og VG að tækla kvótafrumvarpið?

Í BB má lesa örstutt við töl við Árna Pál og Lilju Rafneyju um væntanlegt frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnarlögunum. Ég verð að segja að gagnrýni þeirra er máttlaus og Árni Páll aumkunarverður að þykjast geta talað í nafni þjóðarinnar eftir þá hraklegu meðferð sem málið fékk í meðförum síðustu ríkisstjórnar.

Það eru nokkur atriði sem verður að leiðrétta og þau voru ekki á to do lista hinnar norrænu óvelfarnaðarstjórnar. Svo því sé haldið til haga.  En það eru:

  • Stórauka veiðiheimildir
  • Taka upp hráefnisgjald í stað auðlegðar rugl hugmynda excel hagfræðinga
  • Taka upp viststýringu í stað stofnstærðarstjórnunar (Leggja niður aflareglu Hafró)
  • Aðskilja veiðar og vinnslu
  • allan afla á markað
  • takmarka heimildir stórútgerðarinnar til að sölsa undir sig kvóta og leggja byggðarlög í eyði

Ef þetta næst fram þá getum við hætt að rífast um kvótann og LÍÚ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband