22.11.2014 | 19:12
Næsti Innanríkisráðherra verður að koma utan frá
Ráðuneytið er of mikilvægt til þess að láta pólitíska vanvita sinna þar yfirstjórn. Með því að kalla til pólitískt óháða manneskju sem nyti víðtæks trausts er hægt að bjarga miklu. Ragna Erlendsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir finnst mér báðar koma til greina svona í fljótu bragði. Fagmanneskjur fram í fingurgóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Athugasemdir
Óþarfi að hafa Innanríkisráðherra vegna þess að ráðunautastjórarnir og blýjantsnagarar þeirra stjórna.
Ráðherrarar koma og fara, hvort sem þeir eru vinstri eða hægrisinnaðir, en það eru alltaf sömu býjantsnagararnir sem sitja eftir og stjórna.
Því fyrr sem landslýður skilur þetta, því betra er það fyrir heilsufar landmanna.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 22.11.2014 kl. 19:51
Með heilsufari áttu væntanlega við geðheilsuna Jóhann. En ef við verðum að fórna henni til að koma hér á betra þjóðfélagi þá er allt til vinnandi. Ég vil til dæmis breyta stjórnskipuninni og leggja niður núverandi forsetaembætti. En taka þess í stað upp upp bandaríska fyrirkomulagið. Þannig tryggjum við örugglega miklu betra stjórnarfar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2014 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.