Nýr landlæknir

Greinilegt að Kristján Þór hefur dregið lærdóm af lekamálinu. Því skipun Birgis er fyrsta embættisveiting þessarar ríkisstjórnar, sem ekki er lituð af pólitík. Því ber að fagna og sérstaklega ánægjulegt að Geir Gunnlaugssyni hafi verið hafnað. En svo er hitt hvort við þurfum á þessari stofnun sem Landlæknisembættið er orðið, að halda?  Ég dreg það í efa. Og ég hafna því að ríkið eigi að reka hér áróður fyrir lýðheilsu fullorðins fólks með rándýrum auglýsingum í fjölmiðlum sem engu skilar.  Lýðheilsa þjóðar ræðst af samspili ótal þátta og það er óeðlilegt að yfirvöld séu að búa til stofnun sem rekur áróður fyrir hollum lifnaðarháttum.   Vonandi að nýr landlæknir hreinsi til í þessari útbólgnu stofnun og beiti afli peninga og vinnuafls í eftirlit með læknum og lyfjagjöfum og herji á alþingismenn og sveitastjórnarmenn þannig að þeir sinni heilbrigðismálunm af ábyrgð en ekki léttúð. Allt sem ekki tengist þessu eftirliti beint, má skera burt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband