25.11.2014 | 16:33
Strætó kom í stað Orkuveitunnar í korter
Ég fagna þeirri ákvörðun stjórnar Strætó BS, að reka framkvæmdastjórann. Sérstaklega þegar fyrstu viðbrögð formanns stjórnarinnar eru höfð í huga. En samkvæmt þeim fannst henni ekki tiltökumál þótt framkvæmdastjórinn eyðilegði vísvitandi eigur fyrirtækisins og notað síðan það sem ástæðu til flottræfilsháttar á kostnað skattgreiðenda.
Það og ráðning fjölmiðlafulltrúans á síðasta kjörtímabili og yfirmanns á upplýsingasviði nú um daginn án auglýsingar, sýndu svo ekki varð um villst að Strætó var í augum sumra sveitastjórnamanna hin nýja Orkuveitu - mjólkurkýr. En árvekni fjölmiðla og upplýsingasamfélagsins kom í veg fyrir að þessi tegund spillingar næði að festa rætur aftur. Samt sem áður þarf að hamra á kröfunni um opnara stjórnarfar í Reykjavík. Samfylkingunni er ekki treystandi frekar en sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Dagur lærði ekkert af Jóni Gnarr. Dagur hefur ofmetnast og lítur ekki á pólitík sem þjónustu við almannahagsmuni. Hann stundar valdapólitík af sömu gerð og fyrirrennarar hans, Davíð Oddsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Lítum til með Degi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.