Lífeyrissjóðirnir láni fyrir byggingakostnaði nýs Landspítala.

Stjórnmálamenn eiga ekki að koma meir að byggingarmálum LSH. Nú þegar er búið að setja í þá hít milljarða og ekkert í raun verið gert. Þess vegna er það rétt hjá Þorkeli Sigurlaugssyni að einkaframkvæmd tryggir betri skilvirkni. En væri þá ekki best að stofna rekstrarfélag um framkvæmdina svipað og Fasteign, nema að fjármögnun yrði tryggð í gegnum Lífeyrissjóði en bankar og hrægammasjóðum ekki heimiluð aðkoma.  Ávöxtunarkrafa slíks fjármagns ætti að miða við stýrivexti Seðlabanka og ekki punkti hærra.  það myndi halda í við þensluáhrif slíkrar framkvæmdar.

Þessum deilum um staðsetninguna verður að linna.  Fyrr gerist ekkert. Og ef menn sleppa bílakjallara áformum á landspítalareitnum þá er örugglega hægt að komast af með minni kostnað og minni óþægindi vegna sprenginga á byggingartíma. Starfsfólk verður að aðlaga sig að þeim veruleika strax frá upphafi að það gangi ekki upp að hver starfsmaður mæti í sínum bíl í vinnuna og þá verða bílastæðavandamál úr sögunni. 

En í stað þess að rekstri í Fossvogi verði hætt þá má vel skoða að Reykjavíkurborg í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu taki aftur við rekstrinum og þar verði veitt þjónusta á sviði öldrunar og alls kyns lífstíls sjúkdóma sem mun fara vaxandi en þarf kannski ekki hátækni læknisþjónustu.

Sjúklingaverksmiðjuáformin með LSH eru dálítið kuldaleg finnst mér.  Þar er byggt á flæðilínum frystihúsa. Innlögn - aðgerð - útskrift og hvíld á sjúkrahóteli.  Er það svona sem við eigum að byggja þjóðfélagið upp? Á bestunar formúlum sem taka ekki tillit til mannlegra þátta? 

Ég er ekki sannfærður um að hagkvæmasta leiðin sé alltaf sú besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband