Útvarp Saga skaðast vegna lekamála Hönnu Birnu

Lekamálið á sér margar hliðar. Ein varðar trúverðugleika þeirra sem tóku afstöðu með Hönnu Birnu og hennar málflutningi og héldu þeirri afstöðu til streitu allt til afsagnar ráðherrans.  Pétur Gunnlaugsson fundarstjóri á Útvarpi Sögu er í þessum hópi. Og það er ráðgáta í sjálfu sér.  Hvernig getur annars jafnan skynsamur og beinskeyttur álitsgjafi gerst sekur um jafn alvarlegan dómgreindarbrest og lýsti sér í málflutningi hans þessa 370 daga sem lekamálið var til umræðu?  Útvarp Saga er ekki lengur óháður miðill sem fyrst og fremst beitir sér fyrir upplýstri umræðu. það fer ekkert á milli mála hvar stuðningur þeirra skötuhjúa liggur þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórnina enda Arnþrúður fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins og það er hún sem öllu ræður á útvarpi Sögu. Hún styður ríkisstjórnina og hún vildi gera lítið úr stjórnsýsluafglöpum allra sem komu að lekamálinu á einn eða annan hátt. Með þetta í huga mun ég eftirleiðis taka boðskap Útvarps Sögu með fyrirvara um áreiðanleikakönnun yell

Ef Útvarp Saga vill láta taka mark á sér má pólitíkin ekki stjórna afstöðunni. það er ekki nóg að gera fyrirvara vegna skoðana innhringjenda.  Skoðanir fundarstjórnenda eru skoðanir stöðvarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband