28.11.2014 | 21:01
Yfirklór eða útúrsnúningur?
Steinþór Pálsson skýtur sér undan ábyrgð með því að hlutgera fyrirtækið sem hann stjórnar. Sama taktík og aðrir stjórnendur stórfyrirtækja hafa komist upp með til að sleppa við ábyrgð. Í stað "landsbankinn" ætti að standa Ég eða við og þá hljómar rétta útgáfan svona:
Ég seldi á dögunum rúmlega 31% hlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Salan á þessum óskráðu hlutabréfum skilaði bankanum mjög góðum hagnaði og bætir eiginfjárhlutfall hans sem því nemur. Salan styrkir því stöðu bankans og bætir hag hluthafa hans. Hluturinn var seldur til hóps fjárfesta og félags í eigu helstu stjórnenda Borgunar.
Salan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að hluturinn hafi ekki verið auglýstur til sölu og hlutaféð ekki selt í opnu ferli. Almennt leitast Landsbankinn við að selja eignir í opnu söluferli eins og fjölmörg dæmi eru um. Á því geta þó verið réttmætar undantekningar.
Það er rétt að ég auglýsti ekki hlut okkar í Borgun til sölu og fyrir því eru nokkrar ástæður.
Einn helsti keppinautur okkar er meirihlutaeigandi félagsins og jafnframt einn stærsti viðskiptavinur þess, sem gerir okkur erfitt um vik, að vinna að sölu og afhendingu gagna um félagið.
Ég hef haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. Því auðveldaði þátttaka stjórnenda í kaupendahópnum mögulegum kaupendum að leggja mat á reksturinn og afla sér nauðsynlegra upplýsinga. Eðli málsins samkvæmt tóku samningar mið af þessari stöðu aðila.
Af þeim ástæðum sem að ofan greinir er það mat bankans að öll eðlileg upplýsingagjöf og aðgengi annarra hugsanlegra tilboðsgjafa að gögnum til að vinna áreiðanleikakannanir, yrði verulega takmörkum háð.
Þá hafa Samkeppnisyfirvöld þrýst mjög á bæði okkur og Íslandsbanka, um að breytingar yrðu gerðar á eignarhlut þeirra í Borgun, og krafa þeirra er að á hverjum tíma sé aðeins einn banki hluthafi í hverju greiðslumiðlunarfyrirtæki. Þegar álitlegt tilboð barst taldi ég rétt að skoða það.
Af framansögðu þá var það ákvörðun mín að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.