Náttúrupassa hugmyndin eyðilögð

Af því litla sem ég hef séð haft eftir Ragnheiði Elínu um náttúrupassa frumvarpið, er ljóst að embættis og hagsmunasamtökum í bland við pólitíkusa hefur tekist að eyðileggja annars góða hugmynd. Í þeirra útgáfu á náttúrupassinn að verða enn einn íþyngjandi nefskatturinn sem fólki finnst óréttlátur og um hann munu verða átök.+

Þetta er fyrirséð en þurfti alls ekki að þróast svona. Mín hugmynd um þennan passa var að gera hann að raunverulegum passa, með stimplum og kannski myndum frá helztu náttúruperlum sem ferðamenn gætu eignast sem minningarbrot um heimsóknirnar. Áritunin og jafnvel frímerki líka gæti þannig orðið verðmæti í sjálfu sér eftir því sem tíminn líður og náttúran breytist. Passanum yrði þannig ekki þröngvað upp á fólk, miklu frekar boðinn sem minjagripur.  Ef vel tækist til með slíka útfærsla myndi það hugsanlega virka betur en núverandi hugmyndir um þvingaða gjaldtöku.

En jafnframt þessu á auðvitað að leggja á gistináttagjald.  En það á ekki að kalla það gjald náttúruskoðunarskatt. Köllum hann bara ferðamannaskatt. Og notum hann til að efla friðlýst svæði enn betur en nú er. Fjölgum störfum leiðsögumanna og landvarða og förum að vera ábyrg.  Það var strax fyrirséð 2009 að hér yrði sprenging í komu ferðamanna. En þrátt fyrir það var ekkert gert til að treysta innviðina. 

Er það ekki dæmigert fyrir íslenzka stjórnsýslu?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Náttúruvegabréfið sjálft myndi ekki kosta mikið. En þess í stað myndi hvert frímerki og hver stimplun kosta samkvæmt gjaldskrá sem tæki mið af vinsældum staða og þar með álagsskemmdum vegna ferðamanna. Gullfoss, Geysir og Þingvellir yrðu dýrastir en Hornstrandir kannski ódýrust.  Mögulegar útfærslur yrðu margvíslegar og tekjurnar eyrnamerktar viðkomandi stöðum.  How about that!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband