Reykjavíkurflugvöllur er ekki varavöllur fyrir Keflavík

Flugvallarvinir nota alltaf þau rök, að ekki megi hrófla við flugbrautunum í Vatnsmýri af því þær séu notaðar sem varavöllur. Þegar þeir eru beðnir að nefna statistik máli sínu til staðfestingar er það ekki hægt. Vegna þess, að staðreyndin er sú að flugmenn velja nánast alltaf aðra velli fram yfir Reykjavíkurvöll, sem varavelli. Þar með er fallin helzta röksemdin fyrir óbreyttum rekstri flugvallar í Vatnsmýrinni.

Og ef það er rétt að hlýnandi veðurfar krefjist lengri flugbrauta í framtíðinni þá gengur það þvert á málflutning flugdellukalla eins og Ómars Ragnarssonar og annarra sem vilja stytta brautirnar og setja þær út í Skerjafjörð. Þar með eru tvær helztu röksemdir flugvallarvina fallnar um sjálfar sig og málstaðurinn tapaður.

Niðurstaða Rögnunefndarinnar hlýtur því að verða sú, að hagkvæmast verði að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Og þá liggur beint við að Landhelgisgæslan verði flutt þangað líka. Hvað er að því? Stór-Reykjavíkursvæðið er eitt atvinnusvæði. Í Vatnsmýrinni getur áfram verið ein flugbraut og aðstaða fyrir sjúkraflug. Það verður kannski ekki flogið frá Keflavík til Reykjavíkur. En vel er hægt að hugsa sér að flugfélög eins og Ernir héldu áfram að nota eina flugbraut í Vatnsmýri sem miðstöð síns reksturs. Flugfélag Íslands er hvort sem er hætt að þjóna öllum óhagkvæmustu leiðunum. Það gæti verið tækifæri fyrir minni flugfélög því ég hef trú á að ef Flugfélagið fari til Keflavíkur þá geti það styrkt tengiflug annarra flugrekenda og þar með styrkt flugsamgöngur við landsbyggðina. Sérstaklega er mikilvægt að ferðamenn hætti þessu hringsóli um hringveginn og fari að dvelja lengur á stöðum eins og Ísafirði, Akureyri eða Egilsstöðum-Hornafirði. Það gera þeir ef þeir geta tekið tengiflug beint til t.d Akureyrar, þegar þeir lenda í Keflavík.


mbl.is Gátu ekki lent í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er reyndar mörgum sinnum búið að benda á hvers vegna það hentar að nota Reykjavík sem varavöll fyrir Keflavík og það hefur ekkert að gera með hversu oft vélarnar lenda í Reykjavík, heldur hversu mikið eldsneyti þær þurfa að bera til að komast á varavöll ef Keflavík lokast af einhverjum sökum, og þá ekki bara vegna veðurskilyrða.

Umræðan um þörf fyrir lengri flugbrautir í framtíðinni vegna hlýnandi veðurfars, og að af þeim sökum þurfi farþegar líklega að taka minna af farangri með sér vegna minni afkastagetu flugvéla, er nýjasta útspil þeirra sem berjast fyrir minni losun manna á þeim "skaðræðisvaldi", koltvísýringi á heimsvísu. Það er alveg á hreinu að það verður ekki þörf á að lengja flugbrautir á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð sökum hlýnandi veðurfars.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.11.2014 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband