3.12.2014 | 18:23
Fyrningafrestur skattaundanskots 6 ár
Nú er Bjarni Ben búinn að tefja nógu lengi að kaupa gögnin um þessa 400 aðila sem skattrannsóknarstjóri vildi rannsaka. Fyrningarfrestur er liðinn miðað við að undanskotin hafi átt sér stað fram yfir hrun. Eins og flestir vita voru 6 ár frá blessun Íslands í október síðastliðnum. Ef rétt er að málið sé búið að tefjast í meðförum Fjármálaráðherra þá sjá allir að um ásetning er að ræða hjá ráðherranum enda vinir hans og flokksfélagar hjá lögmannsstofunni LEX ábyrgir fyrir skattaundanskotunum með stofnun aflandsfélaga og skattaráðgjöf um hvernig hægt var að sniðganga skattalögin hér.
En núna þegar brotin eru fyrnd, þá á allt í einu að eyða skattfé fólksins í að kaupa ónýta pappíra. Nú þarf Bryndís að hysja upp um sig brækurnar og kæra vegna stórfelldra undanskota. En þar er lengri fyrningarfrestur. Svo á náttúrulega að stefna lögmannstofunni fyrir að hvetja til lögbrota og aðstoða við það.
Ráðuneytið tilbúið að borga fyrir gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sök skv. 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra ríkisins, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar, sbr. 8. mgr. 110. gr. laganna.
Hversemer (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 18:43
Starfshóp? Hvað næst? Munu Styrmir og Þórhildur fjalla um málið á splúnkunýja þættinum sínum á RÚV? Þetta er að verða alveg þrælspennandi. Eflum RÚV til að Styrmir og Þórhildur geti farið skipulega yfir málið. Eflum stjórn RÚV. Eflum starfshópana. Eflum ráðuneytin. Eflum möppudýrin. Allt annað en að kaupa gögnin.
http://www.visir.is/styrmir-og-thorhildur-i-nyjum-thaetti-a-ruv/article/2014141118743
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 18:49
Við þurfum að skipa Sigurð G. sem sérstakan saksóknara skattasniðgöngubrota. Þá fengju Lex lögmenn að finna til tevatnsins
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.12.2014 kl. 18:57
Það eru ekki liðin 6 ár fra því að upplýsingar um að möguleg skattsvik hafi átt sér stað.
Ég skil að þessar upplysingar hafi komið fram fyrir nokkrum mánuðum. Að mínu mati tel ég að óeðlilegar tafir á rannsókn mála sé ekki til umræðu, nema Ríkisstjórn sjá í gegnum fjárlög sín að ekki sé til fé til þess að innheymta meira fé, sem hefur verið falið.
Þá má tala um óeðlilegar tafir.
Eggert Guðmundsson, 3.12.2014 kl. 21:37
Eins og ég skil lögin þá þarf að hefja rannsókn áður en 6 ár eru liðin frá því að skattstofninum var komið undan. Gefum okkur að mestu undanskotin hafi átt sér stað 2003-2007 þá virðist sem þau mál séu fyrnd. Og ef við höfum í huga að þessar upplýsingar eru í það minnsta ársgamlar ef ekki eldri þá er um óeðlilegar tafir af hálfu ráðherrans að ræða. Þess sama ráðherra hvers föðurbróðir reyndi að komast hjá að greiða skatta af 1 milljarðs hagnaði með því að kaupa sér taprekstur á klink. Þessi ættartengsl Bjarna hafa verið ljós en samt finnst engum hann vera vanhæfur! Ég bara skil ekki þessa pólitík og siðblindu í samfélaginu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.12.2014 kl. 22:02
Og talandi um siðblindu Bjarna, þá fannst honum allt í lagi að skipa vinkonu sínasem stjórnarformann FME þrátt fyrir að hafa vitað um kærue á hendur henni vegna brota í starfi. Og hann , lögfræðingurinn, réttlætti skipunina með því að fyrst kæran leiddi ekki til sakfellingar þá hafi þessi kona verið með óflekkað mannorð og hæf til að stýra FME. Þetta er svo yfirgengilengt í ljósi þess sem hefur verið að leka út og afsagnar þessarar konu sem átti í fyrsta lagi aldrei að skipuð og fyrst það var gert átti Bjarni að reka hana sjálfur þegar uððlýst var um aðkomu hennar að sölunni á Skeljungi og hvernig hún hagnaðist persónulega. Þessi kona á náttúrulega að vera í fangelsi en ekki á glæsiskrifstofu FME þar sem hún er að leyfa Engeyingum að eignast bestu bitana úr Landsbankanum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.12.2014 kl. 22:11
Ég held að allir hér á landi séu siðblindir og líkega vegna ættartengsla.Hver hugsar um sig og sína
Ég held líka að enginn skilji pólitíkina hér á landi og líklega er það vegna menntakefisins, sem pólitíkin ræður yfir.
Umhugsunarvert, eða á ekki að eyða tíma í þá hugsun og taka tíma að hugsa um sig og sína.
Eggert Guðmundsson, 3.12.2014 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.