3.12.2014 | 18:53
Lokum fyrir aðgengi hælisleitenda
Þegar yfirstjórn útlendingamála og lögreglan gerir sig ítrekað sek um stórkostlega vanþekkingu á reglum sem gilda um meðferð hælisbeiðna og samskipti stofnana þar að lútandi þá þarf að loka hér fyrir möguleika fólks til að koma án skilríkja. Bezt væri að viðurkenna að Schengen samstarfið var mistök og segja okkur frá því samstarfi og hleypa síðan engum hælisleytendum inn í landið nema þeir geti framvísað vegabréfi, hreinu sakavottorði og heilbrigðisvottorði. Við eigum ekki að flytja inn félagsleg vandamál þegar sannað er að útlendingaeftirlitið, ráðuneyti innanríkismála og yfirmenn lögreglunnar eru ekki hæf til að takast á við þessi mál.
Ef við getum lokað á aðgengi Hells Angels þá eigum við að loka á menn eins og Tony Omos áður en þeir verða vandamál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.