3.12.2014 | 19:16
Árni Páll styrkir stöðu ríkisstórnarinnar
Í hvert skipti sem Árni Páll opnar munninn á Alþingi rifjast upp hversu hrakleg frammistaða síðustu ríkisstjórnar var. Nýjasta útspil dúettsins Kötu og Árna mun virka þveröfugt á þá sem ekki styðja þessa ríkisstjórn.
Óbreytt veiðigjald segir nú Árni sem sveikst um að innkalla kvótann á sinni vakt.
Meiri pening í RÚV segir nú Kata, sem skar niður á sinni vakt.
Þetta er ekki boðlegt. Lágmark að fólk sem starfar í pólitík og vill láta taka sig alvarlega, viðurkenni vandann og leggist á árar með þeim sem stjórna hverju sinni. Þetta lýðskrum er þreytt. það kaupir þetta enginn.
Við viljum ábyrga stjórnmálamenn sem hugsa í lausnum en ekki atkvæðum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.