Nefskattur RÚV óréttlátari en náttúrupassinn

Dæmi eru um að heimili sem þarf að greiða 6 falt útvarpsgjald notfæri sér aldrei þessa skylduáskrift. Svo eru mörg dæmi um heimili sem eru undanskilin gjaldinu sem horfa ekki á neitt nema sjónvarp RÚV og hlusta eingöngu á rás 1.

Er þetta sanngjörn leið til að fjármagna rekstur sem er í bullandi samkeppni og er mjög umdeildur þar fyrir utan?

Ef mönnum þykir svona mikið til þessarar stofnunar koma þá er eðlilegt að gera hana að alvöru áskriftarstöð. Þeir borga þá sem nota.

Svo eru þingmannsdruslur, sem berjast fyrir aukinni nauðungarskattlagningu, að hneykslast á frumvarpi um náttúrupassa!  Hugmynd sem byggir á sömu prinsippum og útvarpsgjaldið.

Tvöfeldnin í þessu pakki er ógeðsleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband