Illt umtal ekki umflúið

Vestmannaeyingar eru sér þjóðflokkur. Fyrirlíta aðkomupakkið og þykjast jafnan yfir lög og reglur hafnir. Á meðal innbyggjara er karlremba og almenn lítilsvirðing gagnvart konum talin til gildis frekar en vansa. Á þjóðhátíð var ýtt undir nauðgunarmenningu þangað til Stígamótakellingarnar eyðilögðu það fyrir þeim. Nú tíðkast ekki lengur að henda ofurölvi stelpum inní gáma með hinu kynini þar sem þeim var nauðgað. En þeir eru ekki hættir að nauðga.  Vilja bara ekki tala um það og ekki skrifa um það.  Þess vegna gera menn nauðgara að ritstjóra eina miðilsins og komast upp með það.  Enginn segir neitt í bæjarfélaginu. Hvernig má þetta vera, að fórnarlamb nauðgarans skuli þurfa að flýja bæinn?  Og það er árið 2014!

Djöfuls smánarblettur, sem verður erfitt fyrir bæjarfélagið að þvo af sér. Þeir eiga svo sannarlega skilið illt umtal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stúlkan er virkilega hugrökk.  Eru blaðamenn ekki alveg eins sér þjóðflokkur?  Ég veit ekki betur en að fjárdráttarmál hafi komið upp á DV en þá ákváðu þeir að fara "mannlegu leiðina" og þegja.  Dæmin eru örugglega fleiri.  Eru opinberir starfsmenn ekki alveg eins sér þjóðflokkur?  Á meðan aðilar í einkageiranum herða sultarólina og / eða steindrepast þá væla þeir eins og stungnir grísir þegar lítils háttar niðurskurður er boðaður.  Þeirra RÚV er bara eitt dæmi.  Vestmannaeyjar eru Mini me Íslands.  Ekkert svo öðruvísi.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 12:26

2 identicon

Hahaha you an idiot John Laxdal Baldvinsson. Read articles about the issue before you open your mouth on. And Vestmanneyjar island in Iceland, where ordinary people live. Do not mix Them Into this. 

Sif Agustsdottir (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 14:36

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Þetta er ein af ósmekklegri greinum sem ég hef séð, hvernig er hægt að dæma heilt samfélag á nokkrum slæmum atriðum, það sem fjallað er um í þessu þjóðfélagi er því miður oftast neikvætt og svo geta menn tekið allt það neikvæða og hellt því áfram í stórann pitt til áframhaldandi dreifingar.  Þú jóhannes hefur greinilega ekki kynnst því góða í fólki frá Vestmannaeyjum, við erum ekki vön því að kvarta eða væla, við erum ekki vön að fyrirlíta .ap sem þú kallar aðkomupakk, það sem við köllum GESTIR, enda held ég að hvergi sé betur tekið á móti fólki en í Eyjum, það er einhver ástæða fyrir því að 15000 manns koma árlega á þjóðhátíð, Ég er með þjóðhátíðartjald sem alltaf er fullt af mat fyrir fjölskyldu og líka þá sem þú kallar aðkomupakk, í mitt tjald eru allir velkomnir ALLTAF. þannig er þetta hjá 95% þeirra sem eru með hvít tjöld á þjóðhátíð.  Þessi skrif þín segir miklu meira um þig sjálfan og ergju þína ít í eitthvað sem ég ætla ekki að reyna að skilja. Þú ert velkominn í tjaldið okkar næstu þjóðhátíð, spurðu bara um þingholt þegar þú verður svangur eða kaldur og fjölskylda mín mun veita þér allt sem þú þarft. Það eina sem við förum fram á í staðinn er að þú komir með góða skapið. Annað ekki. 

Grétar Ómarsson, 4.12.2014 kl. 19:12

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Grétar, er etthvað efnislega rangt í pistlinum? Það getur verið að þú sért af annarri kynslóð en þeirri sem ég kynntist í Vestmannaeyjum. Ef svo er þá þarftu ekki að taka þetta til þín.  En þú verður samt að sætta þig við að samfélagið fái skellinn af svona subbuskap. Því það hljóta ótal aðilar og heilu ættirnar að hafa tekið þátt í þögguninni.  Það skiptir máli ef áhrifafólk hagar sér svoleiðis. Minni bara á að nákvæmlega sams konar mál kom upp á Húsavík fyrir um 30 árum. Enn í dag er það bæjarfélag í sárum yfir því hvernig farið var með þolanda kynferðisofbeldis af hálfu sonar stærsta atvinnurekandans á staðnum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2014 kl. 20:35

5 identicon

Er mæjónes í hausnum á þér ? Slakur á að alhæfa út frá einni staðreynd !!!! 

Óttar Steingrímsson (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband