Vantraust á þingflokk Sjálfstæðismanna

Stóra frétt dagsins er að formaður flokksins treystir ekki óbreyttum þingmönnum flokksins fyrir ráðherraembætti. Að leita út fyrir raðir þingmanna í vali á ráðherra staðfestir þetta svo og sá vandræðalegi dráttur sem varð á tilnefningunni.

Þótt Ólöf Nordal sé fyrrum þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þá var hún búin að draga sig út úr pólitík. Þess vegna lít ég á hana sem óháðan utanþings ráðherra og þess vegna er ég tiltölulega ánægður með þessa tilhögun. 

Ég er líka ánægður með að staða Bjarna hefur veikst við þennan vandræðagang. Styrkur flokka hefur alltaf mælst í því hversu þingflokkar þeirra eru samstíga.  Hætt er við að samstaða þeirra muni riðlast í kjölfar þessa vals á ráðherra. Varla ganga Pétur Blöndal eða Ragnheiður sátt til verka í framtíðinni. Það er alltaf sárt að vera veginn og léttvægur fundinn. Sérstaklega af samherjum. Bjarni mun brotna í þeim hamagangi sem er fyrirsjáanlegur í Valhöll og það er maklegt. 

En hverjir munu taka við flokki í molum? Þótt einhverjir kunni að halda að Ólöf muni snúa aftur og verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi þá er ég ekki svo viss um það. Ekki á meðan hún gegnir starfi ráðherra í það minnsta.

En Ólöf kemur til með að styrkja ríkisstjórnina. Því hún þarf ekki að lúta flokksræðinu. Vonandi farnast henni vel.  Þjóðin þarfnast þess að traust geti skapast aftur á milli stjórnvaldsins og almennings.


mbl.is Ólöf Nordal nýr innanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband